„Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2015 11:12 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar ekki vera almenna aðgerð. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“ Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“
Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14