Sorry, ég skil ekki stjórnmál Birgir Fannar skrifar 9. júlí 2015 16:20 Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun