WOW air eignast helmings hlut í Gaman Ferðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júlí 2015 11:02 Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring og Engilbert Hafsteinsson. mynd/wow air WOW air hefur keypt helmingshlut í ferðaskrifstofunni Gaman Ferðum en þessi fyrirtæki hafa unnið saman frá stofnun WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. Hjá Gaman Ferðum starfa fjórir starfsmenn en ferðaskrifstofan var stofnuð 2012 af Þóri Bæring Ólafssyni og Braga Hinriki Magnússyni. Þór Bæring Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri Gaman Ferða og Bragi Hinrik Magnússon áfram forstöðumaður hópadeildar. Berglind Snæland er nýr fjármálastjóri Gaman Ferða og forstöðumaður sérferða. Ingibjörg Eysteinsdóttir mun stýra nýrri deild hjá fyrirtækinu en hún verður forstöðumaður sólarlandadeildar Gaman Ferða. „Það var greinilegt að WOW air myndi koma með ferska vinda inn á þennan markað og við vildum taka þátt í þessu ævintýri. Í kjölfarið gerðu Gaman Ferðir samstarfssamning við WOW air og boltinn fór að rúlla. Til að byrja með voru fótboltaferðir og tónleikaferðir í aðalhlutverki en hægt og rólega hefur vöruúrvalið verið að aukast hjá Gaman Ferðum með sólar-,golf- og skíðaferðum“ segir Þór Bæring framkvæmdastjóri. „Þór og Bragi hafa byggt upp mjög flott félag á skömmum tíma og hefur samstarf okkar við Gaman Ferðir verið mjög gott frá fyrsta degi. Við sjáum margvísleg tækifæri í því að vinna enn nánar með Gaman ferðum næstu árin í að bjóða fjölbreyttar pakkaferðir á hagstæðustu kjörunum sem völ er á“ segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air. Tengdar fréttir Wow air flýgur beint til Montreal í byrjun næsta árs Wow air hyggst fjölga áfangastöðum í Norður-Ameríku á næsta ári. 29. maí 2015 11:30 WOW air byrjað að fljúga til Dublin Fyrsta ferðin í morgun. Flogið þrisvar í viku árið um kring. 2. júní 2015 15:12 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
WOW air hefur keypt helmingshlut í ferðaskrifstofunni Gaman Ferðum en þessi fyrirtæki hafa unnið saman frá stofnun WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. Hjá Gaman Ferðum starfa fjórir starfsmenn en ferðaskrifstofan var stofnuð 2012 af Þóri Bæring Ólafssyni og Braga Hinriki Magnússyni. Þór Bæring Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri Gaman Ferða og Bragi Hinrik Magnússon áfram forstöðumaður hópadeildar. Berglind Snæland er nýr fjármálastjóri Gaman Ferða og forstöðumaður sérferða. Ingibjörg Eysteinsdóttir mun stýra nýrri deild hjá fyrirtækinu en hún verður forstöðumaður sólarlandadeildar Gaman Ferða. „Það var greinilegt að WOW air myndi koma með ferska vinda inn á þennan markað og við vildum taka þátt í þessu ævintýri. Í kjölfarið gerðu Gaman Ferðir samstarfssamning við WOW air og boltinn fór að rúlla. Til að byrja með voru fótboltaferðir og tónleikaferðir í aðalhlutverki en hægt og rólega hefur vöruúrvalið verið að aukast hjá Gaman Ferðum með sólar-,golf- og skíðaferðum“ segir Þór Bæring framkvæmdastjóri. „Þór og Bragi hafa byggt upp mjög flott félag á skömmum tíma og hefur samstarf okkar við Gaman Ferðir verið mjög gott frá fyrsta degi. Við sjáum margvísleg tækifæri í því að vinna enn nánar með Gaman ferðum næstu árin í að bjóða fjölbreyttar pakkaferðir á hagstæðustu kjörunum sem völ er á“ segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air.
Tengdar fréttir Wow air flýgur beint til Montreal í byrjun næsta árs Wow air hyggst fjölga áfangastöðum í Norður-Ameríku á næsta ári. 29. maí 2015 11:30 WOW air byrjað að fljúga til Dublin Fyrsta ferðin í morgun. Flogið þrisvar í viku árið um kring. 2. júní 2015 15:12 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Wow air flýgur beint til Montreal í byrjun næsta árs Wow air hyggst fjölga áfangastöðum í Norður-Ameríku á næsta ári. 29. maí 2015 11:30
WOW air byrjað að fljúga til Dublin Fyrsta ferðin í morgun. Flogið þrisvar í viku árið um kring. 2. júní 2015 15:12