Samsteypan sendi frá sér nýja, fjögurra mínútna langa stiklu úr myndinni þar sem öllum helstu stórlöxunum bregður fyrir; svo sem Ofumanninum, Leðublökumanninum, Wonder Woman, Lex Luthor ásamt ótal öðrum.
Þá reifar Bruce Wayne einnig ítarlega hvers vegna hann ber svo mikinn kala til Ofurmennisins en þeir munu takast á í kvikmyndinni sem leikstýrt verður af Zack Snyder.
Batman v. Superman er væntanleg í kvikmyndahús í mars á næsta ári en nýju stikluna má sjá hér að neðan.