Leikstjórar og leikarar sitja gjarnan fyrir svörum aðdáenda á ráðstefnunni og á fyrsta degi ráðstefnunnar í gær mættu stjörnur Hungurleikanna og kynntu seinustu myndina í seríunni, Hungurleikarnir: Hermiskaði – seinni hluti.
Jennifer Lawrence sem fer með hlutverk söguhetjunnar Katniss Everdeen í myndunum sat fyrir svörum ásamt leikurunum Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Willow Shields og Nina Jacobson. Þau sögðust öll vera leið yfir því að Hungurleikarnir væru nú að renna sitt skeið en myndirnar, sem byggðar eru á samnefndum bókum Suzanne Collins, hafa notið gríðarlegra vinsælda.
Leikararnir spjölluðu ekki aðeins við aðdáendur heldur var einnig frumsýnd ný stikla fyrir myndina. Hún er þó ekki enn komin á netið en í staðinn settu framleiðendurnir stutta klippu á Youtube þar sem sjá má Katniss Everdeen ásamt hernum í 13. umdæmi.
Klippuna má sjá hér að neðan og hér má sjá kynningarfundinn sem haldinn var á Comic Con í gær.