Usain Bolt kom langfyrstur í mark í seinni undanúrslitariðli 100 metra hlaups karla á Afmælisleikunum í London sem fram fara þessa helgina, en mótið er hluti af Demantamótaröðinni.
Bolt hefur lítið keppt undanfarin misseri og hljóp fyrr í sumar á 10,04 sekúndum sem var hans versti tími í níu ár.
Margir spekingar hafa efast um form hans að undanförnu og hvort hann geti varið heimsmeistaratitilinn í Peking eftir mánuð, en Bolt svaraði gagnrýnisröddum sérfræðinganna með látum í kvöld.
Þessi magnaði sexfaldi Ólympíumeistari byrjaði rólega eins og alltaf en skokkaði á endanum í mark á rennblautri brautinni á Ólympíuvellinum í London.
Þrátt fyrir skelfilegar aðstæður og þá staðreynd að hann hljóp í mótvindi kom hann í mark á 9,87 sekúndum. Michael Rodgers frá Bandaríkjunum var annar á 9,92 sekúndum.
Bolt hleypur til úrslita eftir klukkustund og má fastlega búast við sigri Jamaíkumannsins, en samlandi Bolts, Kemar Bailey-Cole, vann fyrri undanúrslitariðilinn á 10,02 sekúndum.
Bolt minnir á sig með látum í Lundúnum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti