Tuttugu efstu greiða á við 730 meðallaun fiskverkafólks í skatt Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 19:15 Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Sjá meira
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Sjá meira
Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43