Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 26. júlí 2015 00:01 Michael Præst í baráttunni í dag. Vísir/Valli Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Stjörnunnar í deildinni í allt sumar. Jeppe Hansen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Þórhallur Kári Knútsson skoraði eitt mark undir lok leiksins. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og voru með ágæt tök á leiknum alveg frá fyrstu mínútu. Eyjamenn voru ekki nægilega rólegir í sínum aðgerðum og mátti sjá smá taugatitring í þeirra herbúðum. Daninn Jeppe Hansen gerði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana í fyrri hálfleiknum og fóru þeir bláu með 2-0 forskot til búningsherbergja.+ Stjarnan var oft á tíðum að spila virkilega góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum og Eyjamenn réðu stundum ekkert við þá. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrr og náðu Eyjamenn aldrei að skapa sér hættuleg færi til þess að komast inn í leikinn. Þvert á móti var líklegra að Stjarnan myndi bæta við fleiri mörkum. Það gerðist síðan í uppbótartíma þegar Þórhallur Kári Knútsson skoraði lokamark leiksins eftir laglegt spil heimamanna. Stjörnumenn eru nú í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig en ÍBV í því næst neðsta með 11 stig. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku hjá ÍBV í undanförnum leikjum á liðið langt í land. Stjörnumenn eru allir að koma til og fyrsti heimasigur liðsins gæti kveikt á vélinni. Gunnar Heiðar: Þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnarGunnar Heiðar er kominn heim úr atvinnumennskunni. Hann lék síðast með ÍBV árið 2004.vísir/getty„Við mættum bara ekki nægilega grimmir til leiks og þeir voru bara mun betri en við,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir leikinn. „Við gerum síðan ekkert það sem lagt var upp með fyrir leikinn. Á móti liði eins og Stjörnunni er það bara ekki hægt og því var 3-0 tap bara verðskuldað.“ Gunnar segir að liðið hafi ætlað sér að pressa Stjörnumenn hátt upp á völlinn. „Þeir fengu bara allt of mikið pláss og fá þá tíma til að gera sýnar kúnstir,“ segir Gunnar en hann varð að fara útaf meiddur í leiknum. Brotið var á Gunnari í leiknum sem varð þess valdandi að hann varð að yfirgefa völlinn. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, gaf honum aftur á móti gult spjald fyrir leikaraskap í atvikinu. „Þetta var eiginlega óskiljanlegt og ég bara næ þessu ekki. Mér finnst mjög leiðinlegt að koma heima eftir 11 ár í atvinnumennsku og sjá það að „standardinn“ á þessum dómurum er bara sá sami. Það er árið 2015 og þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnar og fara gera þetta almennilega.“ Rúnar Páll: Markmiðið er ennþá að vinna þessa deildRúnar Páll Sigmundsson„Þetta var virkilega kærkominn sigur hjá okkur,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og bætir því við að liðið hafi spilað virkilega vel í kvöld. „Þetta var ótrúlega gott fyrir andlegu hliðina og ná loksins í þennan fyrsta heimasigur. Það var mikill kraftur í okkur og við erum með tvo mjög vinnusama framherja sem er erfitt að ráða við.“ Rúnar segir að það hafi skipt mestu máli að halda markinu hreinu í kvöld. „Við skorum þrjú lagleg mörk og hefðum alveg getað skorað fleiri,“ segir Rúnar en Stjarnan er með 19 stig í deildinni. „Við erum ekkert að pæla mikið í stöðu okkar í deildinni, vonandi gengur okkur vel í næsta leik og síðan tökum við bara stöðuna þegar mótinu er lokið. Markmiðið hefur alltaf verið að vinna þessa deild og við erum aðeins fyrir aftan toppliðin, en þetta er ekkert búið og það er fullt af leikjum eftir.“ Jeppa: Man ekki hvenær ég skoraði síðastJeppe.„Við erum virkilega ánægðir með fyrsta heimasigurinn, loksins,“ segir Jeppe Hansen, markaskorari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við erum með frábæra stuðningsmenn hér en af einhverjum ástæðum höfum við ekki náð í sigur á heimavelli.“ Jeppe segir að mikill stígandi hafi verið í leik Stjörnumanna undanfarna vikur. „Við erum farnir að skapa fullt af tækifærum í okkar leikjum og það er að skila sér. Loksins skoraði ég og ég man varla hvenær ég skoraði síðast,“ segir Jeppa kátur að lokum. Ásmundur: Vorum óskipulagðir og gáfum þeim of mikið plássÁsmundur Arnarson er núna þjálfari ÍBV.vísir/daníel„Við erum hundóánægðir með þennan leik og komum inn í fyrri hálfleikinn óskipulagðir og gáfum þeim allt og mikið pláss,“ segir Ásmundur Arnarson, nýráðinn þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það vantaði það vinnuframlag sem menn hafa sýnt í undanförnum leikjum. Við náðum að skipuleggja okkur aðeins í hálfleik og síðari hálfleikurinn var aðeins betri og það vantaði á köflum herslumuninn til þess að ná inn marki og opna þennan leik.“ Ásmundur segist hafa náð mjög stuttum tíma með liðinu fyrir þennan leik. „Hér eru sömu aðstoðarmenn til staðar og liðið hefur verið að ná ágætis úrslitum í undanförnum leikjum og því var ég ekki að breyta miklu fyrir þennan leik.“Jeppe Hansen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna: Jeppe Hansen skoraði öðru sinni á 35. mínútu: Þórhallur Kári Knútsson innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma: Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Stjörnunnar í deildinni í allt sumar. Jeppe Hansen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Þórhallur Kári Knútsson skoraði eitt mark undir lok leiksins. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og voru með ágæt tök á leiknum alveg frá fyrstu mínútu. Eyjamenn voru ekki nægilega rólegir í sínum aðgerðum og mátti sjá smá taugatitring í þeirra herbúðum. Daninn Jeppe Hansen gerði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana í fyrri hálfleiknum og fóru þeir bláu með 2-0 forskot til búningsherbergja.+ Stjarnan var oft á tíðum að spila virkilega góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum og Eyjamenn réðu stundum ekkert við þá. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrr og náðu Eyjamenn aldrei að skapa sér hættuleg færi til þess að komast inn í leikinn. Þvert á móti var líklegra að Stjarnan myndi bæta við fleiri mörkum. Það gerðist síðan í uppbótartíma þegar Þórhallur Kári Knútsson skoraði lokamark leiksins eftir laglegt spil heimamanna. Stjörnumenn eru nú í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig en ÍBV í því næst neðsta með 11 stig. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku hjá ÍBV í undanförnum leikjum á liðið langt í land. Stjörnumenn eru allir að koma til og fyrsti heimasigur liðsins gæti kveikt á vélinni. Gunnar Heiðar: Þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnarGunnar Heiðar er kominn heim úr atvinnumennskunni. Hann lék síðast með ÍBV árið 2004.vísir/getty„Við mættum bara ekki nægilega grimmir til leiks og þeir voru bara mun betri en við,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir leikinn. „Við gerum síðan ekkert það sem lagt var upp með fyrir leikinn. Á móti liði eins og Stjörnunni er það bara ekki hægt og því var 3-0 tap bara verðskuldað.“ Gunnar segir að liðið hafi ætlað sér að pressa Stjörnumenn hátt upp á völlinn. „Þeir fengu bara allt of mikið pláss og fá þá tíma til að gera sýnar kúnstir,“ segir Gunnar en hann varð að fara útaf meiddur í leiknum. Brotið var á Gunnari í leiknum sem varð þess valdandi að hann varð að yfirgefa völlinn. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, gaf honum aftur á móti gult spjald fyrir leikaraskap í atvikinu. „Þetta var eiginlega óskiljanlegt og ég bara næ þessu ekki. Mér finnst mjög leiðinlegt að koma heima eftir 11 ár í atvinnumennsku og sjá það að „standardinn“ á þessum dómurum er bara sá sami. Það er árið 2015 og þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnar og fara gera þetta almennilega.“ Rúnar Páll: Markmiðið er ennþá að vinna þessa deildRúnar Páll Sigmundsson„Þetta var virkilega kærkominn sigur hjá okkur,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og bætir því við að liðið hafi spilað virkilega vel í kvöld. „Þetta var ótrúlega gott fyrir andlegu hliðina og ná loksins í þennan fyrsta heimasigur. Það var mikill kraftur í okkur og við erum með tvo mjög vinnusama framherja sem er erfitt að ráða við.“ Rúnar segir að það hafi skipt mestu máli að halda markinu hreinu í kvöld. „Við skorum þrjú lagleg mörk og hefðum alveg getað skorað fleiri,“ segir Rúnar en Stjarnan er með 19 stig í deildinni. „Við erum ekkert að pæla mikið í stöðu okkar í deildinni, vonandi gengur okkur vel í næsta leik og síðan tökum við bara stöðuna þegar mótinu er lokið. Markmiðið hefur alltaf verið að vinna þessa deild og við erum aðeins fyrir aftan toppliðin, en þetta er ekkert búið og það er fullt af leikjum eftir.“ Jeppa: Man ekki hvenær ég skoraði síðastJeppe.„Við erum virkilega ánægðir með fyrsta heimasigurinn, loksins,“ segir Jeppe Hansen, markaskorari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við erum með frábæra stuðningsmenn hér en af einhverjum ástæðum höfum við ekki náð í sigur á heimavelli.“ Jeppe segir að mikill stígandi hafi verið í leik Stjörnumanna undanfarna vikur. „Við erum farnir að skapa fullt af tækifærum í okkar leikjum og það er að skila sér. Loksins skoraði ég og ég man varla hvenær ég skoraði síðast,“ segir Jeppa kátur að lokum. Ásmundur: Vorum óskipulagðir og gáfum þeim of mikið plássÁsmundur Arnarson er núna þjálfari ÍBV.vísir/daníel„Við erum hundóánægðir með þennan leik og komum inn í fyrri hálfleikinn óskipulagðir og gáfum þeim allt og mikið pláss,“ segir Ásmundur Arnarson, nýráðinn þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það vantaði það vinnuframlag sem menn hafa sýnt í undanförnum leikjum. Við náðum að skipuleggja okkur aðeins í hálfleik og síðari hálfleikurinn var aðeins betri og það vantaði á köflum herslumuninn til þess að ná inn marki og opna þennan leik.“ Ásmundur segist hafa náð mjög stuttum tíma með liðinu fyrir þennan leik. „Hér eru sömu aðstoðarmenn til staðar og liðið hefur verið að ná ágætis úrslitum í undanförnum leikjum og því var ég ekki að breyta miklu fyrir þennan leik.“Jeppe Hansen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna: Jeppe Hansen skoraði öðru sinni á 35. mínútu: Þórhallur Kári Knútsson innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira