Præst setur pressu á Silfurskeiðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:30 Michael Præst var haldið eftir í myndatöku hjá skoskum ljósmyndurum. vísir/tom Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32