Leit hafin að lítilli flugvél Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2015 18:36 Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Um litla eins hreyfis vél er að ræða og voru tveir menn í henni. Allar björgunarsveitir af Norður-, Vestur, og Suðurlandi hafa verið kallaðar út. Flugvélin fór frá Akureyri klukkan 14:01 og með áætlaða lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:20. Flugvélin flýgur í sjónflugi svo hún kemur ekki fram á radartækjum flugumferðarstjórnar. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út.Skúli Árnason hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir í samtali við Vísi að byrjað sé að leita í dalbotnum í Eyjafirði en mjög lágskýjað hefur verið á Norðurlandi í dag. „Við erum komin á fullt og eru að stilla saman strengi okkar.“ Björgunarsveitin Súlur hefur meðal annars sent gönguhópa og menn á fjórhjólum og fjallavélhjólum á Vaðlaheiði. Í spilurunum má sjá myndskeið af því þegar björgunarsveitarmenn hjá slysavarnarfélaginu Súlum á Akureyri lögðu af stað í leitina.Uppfært 20:19: Tilkynning frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu: „Nú er búið að kalla út allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi. Alls er um að ræða 43 björgunarsveitir og núna klukkan átta eru rúmlega 200 björgunarmenn við leit eða að hefja leit af flugvélinni sem saknað hefur verið siðan seinnpart dags. Leitað er á bifreiðum, jeppum, fjórhjólum og á fæti. Lagt er upp með að hraðleita líkleg svæði auk þess að spyrja bændur og ferðalaga hvort þeir hafi orðið varir við flugvél í dag.“Uppfært 21:05: Samkvæmt heimildum Vísis er flugvélin fundin. Hún fannst í dal inn af Hörgárdal.Björgunarsveitarmenn í Hörgárdal fyrr í kvöld.Vísir/SveinnBjörgunarsveitarmenn í Hörgárdal fyrr í kvöld.Vísir/SveinnBjörgunarsveitarmenn í Hörgárdal fyrr í kvöld.Vísir/Sveinn Fréttir af flugi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Um litla eins hreyfis vél er að ræða og voru tveir menn í henni. Allar björgunarsveitir af Norður-, Vestur, og Suðurlandi hafa verið kallaðar út. Flugvélin fór frá Akureyri klukkan 14:01 og með áætlaða lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:20. Flugvélin flýgur í sjónflugi svo hún kemur ekki fram á radartækjum flugumferðarstjórnar. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út.Skúli Árnason hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir í samtali við Vísi að byrjað sé að leita í dalbotnum í Eyjafirði en mjög lágskýjað hefur verið á Norðurlandi í dag. „Við erum komin á fullt og eru að stilla saman strengi okkar.“ Björgunarsveitin Súlur hefur meðal annars sent gönguhópa og menn á fjórhjólum og fjallavélhjólum á Vaðlaheiði. Í spilurunum má sjá myndskeið af því þegar björgunarsveitarmenn hjá slysavarnarfélaginu Súlum á Akureyri lögðu af stað í leitina.Uppfært 20:19: Tilkynning frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu: „Nú er búið að kalla út allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi. Alls er um að ræða 43 björgunarsveitir og núna klukkan átta eru rúmlega 200 björgunarmenn við leit eða að hefja leit af flugvélinni sem saknað hefur verið siðan seinnpart dags. Leitað er á bifreiðum, jeppum, fjórhjólum og á fæti. Lagt er upp með að hraðleita líkleg svæði auk þess að spyrja bændur og ferðalaga hvort þeir hafi orðið varir við flugvél í dag.“Uppfært 21:05: Samkvæmt heimildum Vísis er flugvélin fundin. Hún fannst í dal inn af Hörgárdal.Björgunarsveitarmenn í Hörgárdal fyrr í kvöld.Vísir/SveinnBjörgunarsveitarmenn í Hörgárdal fyrr í kvöld.Vísir/SveinnBjörgunarsveitarmenn í Hörgárdal fyrr í kvöld.Vísir/Sveinn
Fréttir af flugi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira