Voru frábærir möguleikar á að vinna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. ágúst 2015 06:00 Egill Magnússon er einn af sterkustu leikmönnum íslenska liðsins. mynd/facebook-síða mótsins „Við getum verið svekktir yfir úrslitunum en við getum ekki verið svekktir yfir vinnuframlagi leikmannanna í leiknum. Þeir börðust allir sem einn gegn besta liðinu sem við höfum mætt hingað til á þessu móti,“ sagði Einar Guðmundsson, niðurlútur, að leik loknum í gær. Karlalandslið Íslands í handbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði grátlega með einu marki fyrir Slóveníu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins en íslenska liðið leiddi um tíma með fimm mörkum í leiknum.„Heilt yfir var þetta hörku leikur en því miður var þetta ekki nóg í dag. Fyrir mót var talið víst að Slóvenía eða Frakkland myndu taka þetta og þetta slóvenska lið sigraði á Ólympíuleikum æskunnar í fyrra sem er gott dæmi um hversu sterkt lið þetta er. Við vissum að við værum ólíklegri aðilinn fyrir leikinn en við áttum frábæra möguleika til þess að vinna í dag sem við náðum því miður ekki að nýta okkur.“Íslensku strákarnir mæta Spáni í dag í leik um þriðja sætið.mynd/facebook-síða mótsinsFrábær fyrri hálfleikur Íslenska liðið lék frábærlega í fyrri hálfleik í gær og náði um tíma fimm marka forskoti. Gekk varnarleikurinn vel og fyrir aftan vörnina var Grétar Ari Guðjónsson í miklu stuði. Leiddi það til þess að íslenska liðið fékk fjölda hraðaupphlaupa. „Þeir áttu í miklum erfiðleikum gegn varnarleiknum okkar í byrjun leiksins. Þeir vilja spila hratt en 5-1 vörnin okkar setti þá í mikil vandræði allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikurinn og hraðaupphlaupin voru góð í fyrri hálfleiknum en mér fannst sóknarleikurinn svolítið stirður enda var mikil harka í þessum leik,“ sagði Einar sem fannst dómarar leiksins ekki jafn flautuglaðir í leiknum og oft áður. „Ég er ekki að segja að við höfum tapað þessu vegna dómaranna en báðir aðilar komust upp með peysutog og annað sem er yfirleitt flautað á. Það var leyfð meiri harka í þessum leik heldur en í öðrum leikjum og fyrir vikið varð þetta öðruvísi leikur en aðrir leikir okkar hingað til.“Þeir tóku yfir í seinni Íslenska liðið svaraði áhlaupi Slóvenanna þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en slóvenska liðið tók öll völd á vellinum korteri fyrir leikslok. Sneru þeir stöðunni sér í hag á tíu mínútna kafla og tókst íslensku strákunum ekki að vinna upp tveggja marka forskot Slóvena á síðustu mínútum leiksins. „Slóvenarnir náðu frumkvæðinu þarna um miðjan seinni hálfleikinn og við lentum einfaldlega skrefinu á eftir. Það var alveg sama hvað við gerðum, við reyndum að taka leikhlé en það skilaði ekki sínu. Þeir náðu að spila sinn leik á sínum mikla hraða og fyrir vikið náðum við aldrei að brjóta á þeim.“ Einar taldi að mikilvægasta stundin væri þegar Ísland var manni fleiri en slóvenska liðið náði að saxa á forskotið. „Í svona leik þarf allt að ganga upp og undir lokin var allt að ganga hjá þeim. Fram að því fannst mér varnarleikurinn halda vel en svo fóru fráköstin, skotin, markvarslan og allt þetta að detta þeim í hag.“Ómar Ingi Magnússon hefur spilað frábærlega á HM.mynd/facebook-síða mótsinsÞurfa að vera tilbúnir Ísland leikur lokaleik sinn á mótinu gegn Spáni á morgun upp á bronsverðlaunin en Ísland vann leik liðanna í riðlakeppninni 25-24. Einar segir að menn mæti tilbúnir til leiks þrátt fyrir svekkelsið í gær. „Ég sagði við strákana að þeir fengju klukkutíma til þess að vera svekktir og svo þyrftu þeir að hefja undirbúninginn. Við vorum búnir að vinna tuttugu leiki í röð fyrir það og þeir geta verið stoltir af því,“ sagði Einar en íslenska liðið flýgur heim frá Rússlandi snemma daginn eftir og kemur til landsins í fyrramálið. Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
„Við getum verið svekktir yfir úrslitunum en við getum ekki verið svekktir yfir vinnuframlagi leikmannanna í leiknum. Þeir börðust allir sem einn gegn besta liðinu sem við höfum mætt hingað til á þessu móti,“ sagði Einar Guðmundsson, niðurlútur, að leik loknum í gær. Karlalandslið Íslands í handbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði grátlega með einu marki fyrir Slóveníu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins en íslenska liðið leiddi um tíma með fimm mörkum í leiknum.„Heilt yfir var þetta hörku leikur en því miður var þetta ekki nóg í dag. Fyrir mót var talið víst að Slóvenía eða Frakkland myndu taka þetta og þetta slóvenska lið sigraði á Ólympíuleikum æskunnar í fyrra sem er gott dæmi um hversu sterkt lið þetta er. Við vissum að við værum ólíklegri aðilinn fyrir leikinn en við áttum frábæra möguleika til þess að vinna í dag sem við náðum því miður ekki að nýta okkur.“Íslensku strákarnir mæta Spáni í dag í leik um þriðja sætið.mynd/facebook-síða mótsinsFrábær fyrri hálfleikur Íslenska liðið lék frábærlega í fyrri hálfleik í gær og náði um tíma fimm marka forskoti. Gekk varnarleikurinn vel og fyrir aftan vörnina var Grétar Ari Guðjónsson í miklu stuði. Leiddi það til þess að íslenska liðið fékk fjölda hraðaupphlaupa. „Þeir áttu í miklum erfiðleikum gegn varnarleiknum okkar í byrjun leiksins. Þeir vilja spila hratt en 5-1 vörnin okkar setti þá í mikil vandræði allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikurinn og hraðaupphlaupin voru góð í fyrri hálfleiknum en mér fannst sóknarleikurinn svolítið stirður enda var mikil harka í þessum leik,“ sagði Einar sem fannst dómarar leiksins ekki jafn flautuglaðir í leiknum og oft áður. „Ég er ekki að segja að við höfum tapað þessu vegna dómaranna en báðir aðilar komust upp með peysutog og annað sem er yfirleitt flautað á. Það var leyfð meiri harka í þessum leik heldur en í öðrum leikjum og fyrir vikið varð þetta öðruvísi leikur en aðrir leikir okkar hingað til.“Þeir tóku yfir í seinni Íslenska liðið svaraði áhlaupi Slóvenanna þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en slóvenska liðið tók öll völd á vellinum korteri fyrir leikslok. Sneru þeir stöðunni sér í hag á tíu mínútna kafla og tókst íslensku strákunum ekki að vinna upp tveggja marka forskot Slóvena á síðustu mínútum leiksins. „Slóvenarnir náðu frumkvæðinu þarna um miðjan seinni hálfleikinn og við lentum einfaldlega skrefinu á eftir. Það var alveg sama hvað við gerðum, við reyndum að taka leikhlé en það skilaði ekki sínu. Þeir náðu að spila sinn leik á sínum mikla hraða og fyrir vikið náðum við aldrei að brjóta á þeim.“ Einar taldi að mikilvægasta stundin væri þegar Ísland var manni fleiri en slóvenska liðið náði að saxa á forskotið. „Í svona leik þarf allt að ganga upp og undir lokin var allt að ganga hjá þeim. Fram að því fannst mér varnarleikurinn halda vel en svo fóru fráköstin, skotin, markvarslan og allt þetta að detta þeim í hag.“Ómar Ingi Magnússon hefur spilað frábærlega á HM.mynd/facebook-síða mótsinsÞurfa að vera tilbúnir Ísland leikur lokaleik sinn á mótinu gegn Spáni á morgun upp á bronsverðlaunin en Ísland vann leik liðanna í riðlakeppninni 25-24. Einar segir að menn mæti tilbúnir til leiks þrátt fyrir svekkelsið í gær. „Ég sagði við strákana að þeir fengju klukkutíma til þess að vera svekktir og svo þyrftu þeir að hefja undirbúninginn. Við vorum búnir að vinna tuttugu leiki í röð fyrir það og þeir geta verið stoltir af því,“ sagði Einar en íslenska liðið flýgur heim frá Rússlandi snemma daginn eftir og kemur til landsins í fyrramálið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira