Gaupi: Eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2015 18:08 Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn