Nauðlending í Súðavíkurhlíð: Var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2015 10:59 Frá vettvangi í gær þar sem vélinni var nauðlent á veginum um Súðavíkurhlíð. Vísir/Þórður Kr. Sigurðsson. „Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45