Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:16 Forsvarsmenn BHM og meðlimir í samninganefndinni í Hæstarétti í morgun. Vísir/GVA Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það. Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það.
Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira