Segway-maðurinn stórhættulegi bað Bolt afsökunar | Hittust aftur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 12:00 Song Tao og Usain Bolt. Vísir/Getty Kínverjinn Song Tao varð óvænt heimsfrægur í gær þegar hann keyrði niður gullverðlaunahafann Usain Bolt þegar Bolt var að fagna sigri í 200 metra hlaupinu á HM í frjálsum í Peking í Kína. Song Tao vinnur sem myndatökumaður á mótinu og hefur verið að nota Segway-hjól til að komast sem fyrst á réttu staðina. Song Tao var að elta Usain Bolt í gær þegar hann keyrði utan í rennu og missti algjörlega stjórn á hjólinu. Svo óheppilega vildi til að Usain Bolt var beint fyrir framan hann og Song Tao keyrði hann hreinlega niður. Usain Bolt slapp með nokkrar skrámur og dýrmætustu fætur í heimi eru heilir sem betur fer. Myndbandið fór hinsvegar um netið eins og eldur í sinu. Bolt er maður fólksins og fjölmiðlanna og Jamaíkamaðurinn grínaðist með atvikið á blaðamannafundi, fíflaðist bæði með það að Song Tao hafi reynt að drepa sig sem og að erkifjandi hans Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta. Allt þó í gríni og með bros á vör. Song Tao var þó ekki rekinn þrátt fyrir þetta slys og hann er nú mættur aftur til vinnu í Fuglahreiðrið. Song Tao hitti meðal annars Usain Bolt aftur þegar Bolt fékk gullið sitt afhent í verðlaunaafhendingunni fyrir 200 metra hlaupið. Song Tao bað Usain Bolt þá afsökunar og hélt síðan áfram vinnu sinni. Song Tao er mjög reyndur myndatökumaður og hefur unnið bæði á Asíuleikunum sem og á Ólympíuleikum. „Það mikilvægast er að það er allt í lagi með hann. Ég meiddi mig heldur ekki og er tilbúinn að fara að vinna á ný," sagði Song Tao við kollega sinn Shao Yi sem þýddi orð hans fyrir blaðamann Guardian.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00 Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03 Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23 Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira
Kínverjinn Song Tao varð óvænt heimsfrægur í gær þegar hann keyrði niður gullverðlaunahafann Usain Bolt þegar Bolt var að fagna sigri í 200 metra hlaupinu á HM í frjálsum í Peking í Kína. Song Tao vinnur sem myndatökumaður á mótinu og hefur verið að nota Segway-hjól til að komast sem fyrst á réttu staðina. Song Tao var að elta Usain Bolt í gær þegar hann keyrði utan í rennu og missti algjörlega stjórn á hjólinu. Svo óheppilega vildi til að Usain Bolt var beint fyrir framan hann og Song Tao keyrði hann hreinlega niður. Usain Bolt slapp með nokkrar skrámur og dýrmætustu fætur í heimi eru heilir sem betur fer. Myndbandið fór hinsvegar um netið eins og eldur í sinu. Bolt er maður fólksins og fjölmiðlanna og Jamaíkamaðurinn grínaðist með atvikið á blaðamannafundi, fíflaðist bæði með það að Song Tao hafi reynt að drepa sig sem og að erkifjandi hans Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta. Allt þó í gríni og með bros á vör. Song Tao var þó ekki rekinn þrátt fyrir þetta slys og hann er nú mættur aftur til vinnu í Fuglahreiðrið. Song Tao hitti meðal annars Usain Bolt aftur þegar Bolt fékk gullið sitt afhent í verðlaunaafhendingunni fyrir 200 metra hlaupið. Song Tao bað Usain Bolt þá afsökunar og hélt síðan áfram vinnu sinni. Song Tao er mjög reyndur myndatökumaður og hefur unnið bæði á Asíuleikunum sem og á Ólympíuleikum. „Það mikilvægast er að það er allt í lagi með hann. Ég meiddi mig heldur ekki og er tilbúinn að fara að vinna á ný," sagði Song Tao við kollega sinn Shao Yi sem þýddi orð hans fyrir blaðamann Guardian.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00 Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03 Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23 Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira
Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00
Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03
Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23
Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35