Stuðlar matarverð á Íslandi að heilsuspillandi mataræði? Lars Óli Jessen skrifar 27. ágúst 2015 19:10 „Verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að hann stuðlar að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem sækist eftir því að fara eftir núverandi ráðleggingum stofnana um mataræði”. Þetta voru meðal helstu niðurtaða í rannsókn sem kannaði matarverð ólíkra vöruflokka út frá hollustugildi. Rannsóknin var lokaverkefni mitt í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík síðasta vor. Til þess að uppfylla orkuþörf meðalmanns er talið æskilegt að neyta um 2000 hitaeininga á dag, þó sumir þurfi meira og aðrir minna. Lengi vel sá Manneldisráð Íslands um að búa til svokallaða hollustukörfu, sem innihélt hæfilegt magn vikuskammts af öllum matvörum sem mælt var með að almenningur borðaði. Í rannsókninni var notast við nýjustu útgáfu hollustukörfunnar til viðmiðunar við þá vöruflokka sem kannað var verð á, en þeir voru grænmeti, ávextir, heilsusafar, gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Reiknað var út hversu dýrt væri að uppfylla orkuþörf meðalmanns í heila viku bæði með hollustukörfunni og einnig hverjum og einum vöruflokki fyrir sig. Við verðsamanburð þar sem tekið er mið af hitaeiningafjölda kemur skýrt í ljós að þeir vöruflokkar sem teljast hollir eru dýrari heldur en þeir óhollu. Grænmeti, ávextir og heilsusafar voru í öllum tilvikum dýrari en hollustukarfan á meðan óhollu vöruflokkarnir þrír voru ódýrari, þ.e. gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Nánar má sjá meðalverð allra vöruflokka sem uppfyllir hitaeiningaþörf meðalmanns í heila viku í töflunni hér til hliðar.Vöruflokkur - Verð vikuskammts Hollustukarfa - 7.170 kr Grænmeti - 56.496 kr Ávextir - 11.326 kr Heilsusafar - 14.981 kr Gosdrykkir - 3.972 kr Sælgæti - 4.145 kr Kexkökur - 2.597 kr Í þjóðfélagi þar sem er mikil almenn vitneskja um lýðheilsu og hvað það er sem hefur áhrif á hana er það mat höfundar að verðlag matvæla ætti ekki að vera eins og það er á Íslandi í dag. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar í samfélaginu undanfarin ár og áratugi á sviði heilsu og lífsgæða er alltaf hægt að gera betur. Vissulega er það á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig að huga að eigin heilsu, en aftur á móti er það á ábyrgð stjórnvalda að hanna samfélag sem auðveldar fólki að fara eftir ráðleggingum stofnana er varða heilsu. Meðal annars má þar nefna matarverð, en þessi rannsókn sýnir fram á að hollur matur er dýrari en óhollur matur, sem hefur neikvæð áhrif á matarval almennings. Ritgerðina er hægt að lesa í heild sinni hér á Skemmunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að hann stuðlar að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem sækist eftir því að fara eftir núverandi ráðleggingum stofnana um mataræði”. Þetta voru meðal helstu niðurtaða í rannsókn sem kannaði matarverð ólíkra vöruflokka út frá hollustugildi. Rannsóknin var lokaverkefni mitt í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík síðasta vor. Til þess að uppfylla orkuþörf meðalmanns er talið æskilegt að neyta um 2000 hitaeininga á dag, þó sumir þurfi meira og aðrir minna. Lengi vel sá Manneldisráð Íslands um að búa til svokallaða hollustukörfu, sem innihélt hæfilegt magn vikuskammts af öllum matvörum sem mælt var með að almenningur borðaði. Í rannsókninni var notast við nýjustu útgáfu hollustukörfunnar til viðmiðunar við þá vöruflokka sem kannað var verð á, en þeir voru grænmeti, ávextir, heilsusafar, gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Reiknað var út hversu dýrt væri að uppfylla orkuþörf meðalmanns í heila viku bæði með hollustukörfunni og einnig hverjum og einum vöruflokki fyrir sig. Við verðsamanburð þar sem tekið er mið af hitaeiningafjölda kemur skýrt í ljós að þeir vöruflokkar sem teljast hollir eru dýrari heldur en þeir óhollu. Grænmeti, ávextir og heilsusafar voru í öllum tilvikum dýrari en hollustukarfan á meðan óhollu vöruflokkarnir þrír voru ódýrari, þ.e. gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Nánar má sjá meðalverð allra vöruflokka sem uppfyllir hitaeiningaþörf meðalmanns í heila viku í töflunni hér til hliðar.Vöruflokkur - Verð vikuskammts Hollustukarfa - 7.170 kr Grænmeti - 56.496 kr Ávextir - 11.326 kr Heilsusafar - 14.981 kr Gosdrykkir - 3.972 kr Sælgæti - 4.145 kr Kexkökur - 2.597 kr Í þjóðfélagi þar sem er mikil almenn vitneskja um lýðheilsu og hvað það er sem hefur áhrif á hana er það mat höfundar að verðlag matvæla ætti ekki að vera eins og það er á Íslandi í dag. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar í samfélaginu undanfarin ár og áratugi á sviði heilsu og lífsgæða er alltaf hægt að gera betur. Vissulega er það á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig að huga að eigin heilsu, en aftur á móti er það á ábyrgð stjórnvalda að hanna samfélag sem auðveldar fólki að fara eftir ráðleggingum stofnana er varða heilsu. Meðal annars má þar nefna matarverð, en þessi rannsókn sýnir fram á að hollur matur er dýrari en óhollur matur, sem hefur neikvæð áhrif á matarval almennings. Ritgerðina er hægt að lesa í heild sinni hér á Skemmunni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun