Pólski heimsmeistarinn í sleggjukasti, Pawel Fajdek, kann að fagna heimsmeistaratitlum með stæl.
Eftir að hafa unnið gullið í sleggjunni í Peking þá skellti Fajdek sér út á lífið í Peking til þess að fagna. Var hvergi dregið undan í fagnaðarlátunum.
Svo ölvaður var Fajdek er hann fór heim í leigubíl að hann greiddi fyrir farið með gullverðlaununum sínum.
Hann vaknaði um morguninn með hausverk og bullandi móral. Er hann uppgötvaði axarskaft sitt hafði hann samband við lögregluna og óskaði eftir aðstoð við að finna verðlaunin.
Lögreglumennirnir náðu að finna leigubílstjórann og sá sagði að Fajdek hefði borgað með gullinu af fúsum og frjálsum vilja.
Eftir nokkrar umræður ákvað bílstjórinn að skila verðlaununum til Fajdek sem fer líklega varlega í að fagna næsta áfanga í lífinu.
Drukkinn heimsmeistari greiddi fyrir leigubíl með gullverðlaununum

Mest lesið

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti




Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti