Eiga eldri borgarar sér engan málssvara í stjórnkerfinu? Guðbjörn Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 14:13 Ég hef ekki tölu yfir þann fjölda ára sem ég hef hlustað á ráðherra félags- og velferðarmála tilkynna í fjölmiðlum, með alvöruþunga í röddinni, að í gangi sé vinna í ráðuneyti þeirra við að endurskipuleggja greiðslukerfi ellilífeyris og örorkubóta. Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur lokið starfstíma sínum í þessu ráðuneyti án þess að vart verði við nokkra kerfisbreytingu. En nú er ekki lengur talað um heildar kerfisbreytingu, heldur einungis leiðréttingu á skerðingu lífeyris, í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Það er reyndar ekki minnst á, að á þessum árum var lífeyrir skertur með ólögmætum hætti eins og hér verður rakið. Byrjum fyrst á því sem löglega var gert. í IX. kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008, er gerð breyting á 16. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007. Þegar lögin nr. 100/2007 voru sett, var í þeim ákvæði um einskonar frítekjumark annarra tekna á ári, væri 90.000 krónur. Færu aðrar tekjur yfir það mark, reiknaðist 50% þess sem umfram 90.000 var, til tekna viðkomandi lífeyrisþega og þar með til skerðingar tekjutryggingar hans eins og reglur sögðu þá til um. Breyting var gerð á þessu ákvæði haustið 2008, með IX kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008. Þar var sagt að ákvæðið um að reiknað til tekna 50% af tekjum umfram 90.000, það ákvæði væri fellt út. Í staðinn var sett ákvæði um að ALLT sem væri umfram 90.000 krónur, skildi reiknað að FULLU TIL TEKNA, og þar með til skerðingar lífeyris. Þetta varð mörgum verulegt högg, sem svo varð enn verra þegar í ljós kom að Tryggingastofnun gat ekki reiknað rétt meinta endurgreiðslu ofgreidds lífeyris.Alþingi brýtur eigin lög Í IX. kafla, 15. gr. laga nr. 173/2008, fer Alþingi útfyrir heimildir sínar til að skerða enn frekar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. Hin almenna regla stjórnarskrár okkar, um gildistöku laga sem samþykkt eru á Alþingi, er að ef ekki sé ákvæði í lögunum um gildistöku síðar, taki lögin gildi þegar Forseti Íslands og viðkomandi ráðherra hafi undirritað lögin og þau birst í Stjórnartíðindum. Í textum laga er einnig tekið fram ef einhverjar heimildir eru til frávika frá lagatextanum. Að jafnaði eru slík frávik tiltekin í undir lok lagatextans eða í síðustu lagagrein hverra laga. Slíkt ákvæði er að finna í lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þar eru fráviksheimildir tilgreindar í síðustu grein lagatextans, 70. gr. laganna, en þar segir svo: „Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara. Þá er ráðherra heimilt að birta sem reglugerð almannatryggingareglur Evrópusambandsins með aðlögun vegna EES-samningsins og almannatryggingareglur stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.“ Aðrar heimildir til frávika frá SETTUM lögum eru ekki í lagatextanum. ENGAR heimildir eru í lögunum fyrir viðbótarákvæðum, utan lagatexta, eins og t. d. undir heitinu ÁKVÆÐUM TIL BRÁÐABYRGÐA. Bálkur undir þessu nafni er aftan við sjálfan lagatextann en þessa bálks er hvergi getið í sjálfum lagatextanum. Þar af leiðandi er þessi bálkur utan laganna og án þess að hafa nokkurt lagagildi. Í texta 15. gr. laga nr. 173/2008, segir að – „Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við lögin“. Er þar átt við lögin nr. 100/2007, þar sem ENGAR HEIMILDIR eru innan lagatextans, fyrir textabálki undir nafninu „ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA“. Í 15. gr. laga nr. 173/2008 segir svo um breytingar á þessum utan laga, ákvæðum til bráðbirgða: „a. 10. tölul. ákvæðisins falli brott. b. Við bætist nýr töluliður sem orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 69. gr. laganna (nr. 100/2007 innskot mitt) skulu bætur almannatrygginga, sem og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., hækka um 9,6% á árinu 2009.“ Það á að vera ljóst, öllum sem hafa lögfræðipróf og þá væntanlega einnig skilning á gildi lagatexta, að þær breytingar sem þarna var verið að gera, gátu ekki náð til breytinga á lagatextanum sjálfum, vegna þess að ákvæðum 70. gr. laga nr. 100/2007 var ekki breytt. Þar með gátu þessi ákvæði 15. gr. laga nr. 173/2008 ekki falið í sér heimild til að ógilda löglegt ákvæði 22. gr. 63. gr. og 69. gr. laga nr. 100/2007. En hvað segir í 69. gr. laga nr. 100/2007. Þar stendur eftirfarandi, óbreytt frá fyrstu samþykkt laganna: „69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Eins og þarna kemur skýrt fram hefur ákvæði 69. gr. laga nr. 100/2007 aldrei verið breytt MEÐ LÖGMÆTUM HÆTTI. Vísitöluhækkanir lífeyrisgreiðslna frá 1. janúar 2009, hafa því með ólögmætum hætti verið skertar og eru í raun nú þegar greiðsluskyldar og með dráttarvöxtum frá gjalddaga hvers mánaðar þar frá. Það er í raun forkastanleg ósvífni af lögfræðingum velferðarráðuneytis að telja núverandi velferðarráðherra trú um að búið sé að leiðrétta hina ólögmætu skerðingu lífeyrisgreiðslna. Hér hefur með skilmerkilegum hætti verið rakið til fullnustu hvernig framkvæmdin sem farið var í, gat ALDREI orðið lögleg og að allur bálkur hinna svokölluðu ÁKVÆÐA TIL BRÁÐABIRGÐA, er og verður utan laga AÐ ÖLLU LEYTI. Og hver var svo skerðingin. Í framangreindum lögum nr. 173/2008 er þess getið, þó með ólögmætum hætti sé, að vísitölubreyting vegna ársins 2009 skildi verða 9,6%. Neysluvísitala ársins 2008 var hins vegar 12,4%, þannig að á árinu 2009 varð skerðing verðbóta á lífeyri 2,8%. Í 8. gr. laga nr. 120/2009, sem er um breytingu á textabálknum undir nafninu ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA, aftan við lögin nr. 100/2007. Í þessari 8. gr. segir í 2. mgr.: „Þrátt fyrir ákvæði 69. gr. laganna (nr. 100/2007) skulu bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., ekki breytast á árinu 2010.“ Eins og að framan er rakið hefur þetta ákvæði EKKI LAGAGILDI. Á árinu 2009 hækkaði vísitala neysluverðs um 12,0%, sem þýðir að skerðing á verðhækkun lífeyris á árinu 2010 varð því 12,0%. Með lögum nr. 164/2010, er í XV. kafla, 27. gr. gerð breyting á áðurgreindu ákvæði í textabálki aftan við lög nr. 100/2007. Var þar gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2010 var breytt í 2011, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2011. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2010 varð hins vegar 5,4%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2011, 5,4%. Í 1. gr. laga nr. 178/2011, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2011 var breytt í 2012, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2012. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2011 varð hins vegar 4,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2012, 4,0%. Í 1. gr. laga nr. 134/2012, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2012 var breytt í 2013, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2013. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2012 varð hins vegar 5,2%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2013, 5,2%. Í 2. gr. laga nr. 86/2013, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2013 var breytt í 2014, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2014. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2013 varð hins vegar 3,9%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2014, 3,9%. Í IX. kafla, 13. gr. laga nr. 125/2014, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2014 var breytt í 2015, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2015. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2014 varð hins vegar 2,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2015, 2,0%. Þegar þessar skerðingar eru tíndar saman, árin 2009, 2,8%, 2010, 12%, 2011, 5,4%, 2012, 4,0%, 2013, 5,2%, 2014, 3,9% og 2015, 2,0%, verður þetta samtals skerðing uppá 35,3%. Rétt er að geta þess að uppreiknuð hækkun á grundvelli neysluvísitölu í gegnum öll árin, til hækkunar á árinu 2015, mundi vera 41%. Því miður hefur það sýnt sig, á þeim 10 árum sem ég hef þurft að fást við Tryggingastofnun og lögfræðilega stjórnendur núverandi velferðarráðuneytis, að virðing þessara aðila fyrir lögum og réttlæti er langt fyrir neðan velsæmismörk. Ég hef líka á þessu tímabili vakið ítrekað athygli á því að starfslög og reglur Tryggingastofnunar og úrskurðarnefndar almannatrygginga, ganga að verulegu leyti gegn ákvæðum stjórnarskrár en að þessu sinni verður það ekki rakið nánar hér. Ég skora á núverandi stjórnvöld að skila á þessu og næsta ári öllum þeim ólögmætu skerðingum sem með ólögmætum hætti hafa verið hafðar af rétt útreiknuðum lífeyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki tölu yfir þann fjölda ára sem ég hef hlustað á ráðherra félags- og velferðarmála tilkynna í fjölmiðlum, með alvöruþunga í röddinni, að í gangi sé vinna í ráðuneyti þeirra við að endurskipuleggja greiðslukerfi ellilífeyris og örorkubóta. Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur lokið starfstíma sínum í þessu ráðuneyti án þess að vart verði við nokkra kerfisbreytingu. En nú er ekki lengur talað um heildar kerfisbreytingu, heldur einungis leiðréttingu á skerðingu lífeyris, í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Það er reyndar ekki minnst á, að á þessum árum var lífeyrir skertur með ólögmætum hætti eins og hér verður rakið. Byrjum fyrst á því sem löglega var gert. í IX. kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008, er gerð breyting á 16. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007. Þegar lögin nr. 100/2007 voru sett, var í þeim ákvæði um einskonar frítekjumark annarra tekna á ári, væri 90.000 krónur. Færu aðrar tekjur yfir það mark, reiknaðist 50% þess sem umfram 90.000 var, til tekna viðkomandi lífeyrisþega og þar með til skerðingar tekjutryggingar hans eins og reglur sögðu þá til um. Breyting var gerð á þessu ákvæði haustið 2008, með IX kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008. Þar var sagt að ákvæðið um að reiknað til tekna 50% af tekjum umfram 90.000, það ákvæði væri fellt út. Í staðinn var sett ákvæði um að ALLT sem væri umfram 90.000 krónur, skildi reiknað að FULLU TIL TEKNA, og þar með til skerðingar lífeyris. Þetta varð mörgum verulegt högg, sem svo varð enn verra þegar í ljós kom að Tryggingastofnun gat ekki reiknað rétt meinta endurgreiðslu ofgreidds lífeyris.Alþingi brýtur eigin lög Í IX. kafla, 15. gr. laga nr. 173/2008, fer Alþingi útfyrir heimildir sínar til að skerða enn frekar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. Hin almenna regla stjórnarskrár okkar, um gildistöku laga sem samþykkt eru á Alþingi, er að ef ekki sé ákvæði í lögunum um gildistöku síðar, taki lögin gildi þegar Forseti Íslands og viðkomandi ráðherra hafi undirritað lögin og þau birst í Stjórnartíðindum. Í textum laga er einnig tekið fram ef einhverjar heimildir eru til frávika frá lagatextanum. Að jafnaði eru slík frávik tiltekin í undir lok lagatextans eða í síðustu lagagrein hverra laga. Slíkt ákvæði er að finna í lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þar eru fráviksheimildir tilgreindar í síðustu grein lagatextans, 70. gr. laganna, en þar segir svo: „Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara. Þá er ráðherra heimilt að birta sem reglugerð almannatryggingareglur Evrópusambandsins með aðlögun vegna EES-samningsins og almannatryggingareglur stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.“ Aðrar heimildir til frávika frá SETTUM lögum eru ekki í lagatextanum. ENGAR heimildir eru í lögunum fyrir viðbótarákvæðum, utan lagatexta, eins og t. d. undir heitinu ÁKVÆÐUM TIL BRÁÐABYRGÐA. Bálkur undir þessu nafni er aftan við sjálfan lagatextann en þessa bálks er hvergi getið í sjálfum lagatextanum. Þar af leiðandi er þessi bálkur utan laganna og án þess að hafa nokkurt lagagildi. Í texta 15. gr. laga nr. 173/2008, segir að – „Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við lögin“. Er þar átt við lögin nr. 100/2007, þar sem ENGAR HEIMILDIR eru innan lagatextans, fyrir textabálki undir nafninu „ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA“. Í 15. gr. laga nr. 173/2008 segir svo um breytingar á þessum utan laga, ákvæðum til bráðbirgða: „a. 10. tölul. ákvæðisins falli brott. b. Við bætist nýr töluliður sem orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 69. gr. laganna (nr. 100/2007 innskot mitt) skulu bætur almannatrygginga, sem og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., hækka um 9,6% á árinu 2009.“ Það á að vera ljóst, öllum sem hafa lögfræðipróf og þá væntanlega einnig skilning á gildi lagatexta, að þær breytingar sem þarna var verið að gera, gátu ekki náð til breytinga á lagatextanum sjálfum, vegna þess að ákvæðum 70. gr. laga nr. 100/2007 var ekki breytt. Þar með gátu þessi ákvæði 15. gr. laga nr. 173/2008 ekki falið í sér heimild til að ógilda löglegt ákvæði 22. gr. 63. gr. og 69. gr. laga nr. 100/2007. En hvað segir í 69. gr. laga nr. 100/2007. Þar stendur eftirfarandi, óbreytt frá fyrstu samþykkt laganna: „69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Eins og þarna kemur skýrt fram hefur ákvæði 69. gr. laga nr. 100/2007 aldrei verið breytt MEÐ LÖGMÆTUM HÆTTI. Vísitöluhækkanir lífeyrisgreiðslna frá 1. janúar 2009, hafa því með ólögmætum hætti verið skertar og eru í raun nú þegar greiðsluskyldar og með dráttarvöxtum frá gjalddaga hvers mánaðar þar frá. Það er í raun forkastanleg ósvífni af lögfræðingum velferðarráðuneytis að telja núverandi velferðarráðherra trú um að búið sé að leiðrétta hina ólögmætu skerðingu lífeyrisgreiðslna. Hér hefur með skilmerkilegum hætti verið rakið til fullnustu hvernig framkvæmdin sem farið var í, gat ALDREI orðið lögleg og að allur bálkur hinna svokölluðu ÁKVÆÐA TIL BRÁÐABIRGÐA, er og verður utan laga AÐ ÖLLU LEYTI. Og hver var svo skerðingin. Í framangreindum lögum nr. 173/2008 er þess getið, þó með ólögmætum hætti sé, að vísitölubreyting vegna ársins 2009 skildi verða 9,6%. Neysluvísitala ársins 2008 var hins vegar 12,4%, þannig að á árinu 2009 varð skerðing verðbóta á lífeyri 2,8%. Í 8. gr. laga nr. 120/2009, sem er um breytingu á textabálknum undir nafninu ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA, aftan við lögin nr. 100/2007. Í þessari 8. gr. segir í 2. mgr.: „Þrátt fyrir ákvæði 69. gr. laganna (nr. 100/2007) skulu bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., ekki breytast á árinu 2010.“ Eins og að framan er rakið hefur þetta ákvæði EKKI LAGAGILDI. Á árinu 2009 hækkaði vísitala neysluverðs um 12,0%, sem þýðir að skerðing á verðhækkun lífeyris á árinu 2010 varð því 12,0%. Með lögum nr. 164/2010, er í XV. kafla, 27. gr. gerð breyting á áðurgreindu ákvæði í textabálki aftan við lög nr. 100/2007. Var þar gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2010 var breytt í 2011, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2011. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2010 varð hins vegar 5,4%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2011, 5,4%. Í 1. gr. laga nr. 178/2011, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2011 var breytt í 2012, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2012. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2011 varð hins vegar 4,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2012, 4,0%. Í 1. gr. laga nr. 134/2012, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2012 var breytt í 2013, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2013. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2012 varð hins vegar 5,2%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2013, 5,2%. Í 2. gr. laga nr. 86/2013, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2013 var breytt í 2014, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2014. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2013 varð hins vegar 3,9%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2014, 3,9%. Í IX. kafla, 13. gr. laga nr. 125/2014, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2014 var breytt í 2015, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2015. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2014 varð hins vegar 2,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2015, 2,0%. Þegar þessar skerðingar eru tíndar saman, árin 2009, 2,8%, 2010, 12%, 2011, 5,4%, 2012, 4,0%, 2013, 5,2%, 2014, 3,9% og 2015, 2,0%, verður þetta samtals skerðing uppá 35,3%. Rétt er að geta þess að uppreiknuð hækkun á grundvelli neysluvísitölu í gegnum öll árin, til hækkunar á árinu 2015, mundi vera 41%. Því miður hefur það sýnt sig, á þeim 10 árum sem ég hef þurft að fást við Tryggingastofnun og lögfræðilega stjórnendur núverandi velferðarráðuneytis, að virðing þessara aðila fyrir lögum og réttlæti er langt fyrir neðan velsæmismörk. Ég hef líka á þessu tímabili vakið ítrekað athygli á því að starfslög og reglur Tryggingastofnunar og úrskurðarnefndar almannatrygginga, ganga að verulegu leyti gegn ákvæðum stjórnarskrár en að þessu sinni verður það ekki rakið nánar hér. Ég skora á núverandi stjórnvöld að skila á þessu og næsta ári öllum þeim ólögmætu skerðingum sem með ólögmætum hætti hafa verið hafðar af rétt útreiknuðum lífeyri.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun