Erum við eftirá og með allt niðrum okkur? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun