Erum við eftirá og með allt niðrum okkur? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun