Gerir kvikmynd um morðin á Sjöundá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 12:48 Friðrik Þór tekur hér við verðlaunum á Eddunni 2014 fyrir myndina Hross í oss en hann framleiddi þá mynd. vísir/daníel Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera mynd byggða á bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem kom út árið 1928. Frá þessu er greint á vef Screen International en Friðrik Þór er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada þar sem hann frumsýnir heimildarmyndina Sjóndeildarhringur. Eins og margir kannast við er söguþráður bókar Gunnars byggður á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Tvö hjón bjuggu á jörðinni, annars vegar þau Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Skömmu eftir að Jón og Steinunn fluttu á jörðina byrjuðu hún og Bjarni að draga sig saman. Jón hvarf svo sporlaust í apríl 1802 og tveimur mánuðum síðar lést Guðrún snögglega. Grunsemdir vöknuðu þá um að þau hefðu verið myrt og játuðu Steinunn og Bjarni eftir miklar yfirheyrslur að hafa myrt maka sína. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðin. Mynd Friðriks Þórs hefur verið lengi í bígerð en árið 2003 hlaut Íslenska kvikmyndasamsteypan handritastyrk vegna hennar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarna í myndinni en enn á eftir að finna leikkonu til að fara með hlutverk Steinunnar. „Ég elska glæpasögur og þessi saga sýnir hversu mikið fólk er tilbúið að fórna fyrir ástina,“ segir Friðrik Þór í samtali við Screen International. Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera mynd byggða á bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem kom út árið 1928. Frá þessu er greint á vef Screen International en Friðrik Þór er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada þar sem hann frumsýnir heimildarmyndina Sjóndeildarhringur. Eins og margir kannast við er söguþráður bókar Gunnars byggður á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Tvö hjón bjuggu á jörðinni, annars vegar þau Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Skömmu eftir að Jón og Steinunn fluttu á jörðina byrjuðu hún og Bjarni að draga sig saman. Jón hvarf svo sporlaust í apríl 1802 og tveimur mánuðum síðar lést Guðrún snögglega. Grunsemdir vöknuðu þá um að þau hefðu verið myrt og játuðu Steinunn og Bjarni eftir miklar yfirheyrslur að hafa myrt maka sína. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðin. Mynd Friðriks Þórs hefur verið lengi í bígerð en árið 2003 hlaut Íslenska kvikmyndasamsteypan handritastyrk vegna hennar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarna í myndinni en enn á eftir að finna leikkonu til að fara með hlutverk Steinunnar. „Ég elska glæpasögur og þessi saga sýnir hversu mikið fólk er tilbúið að fórna fyrir ástina,“ segir Friðrik Þór í samtali við Screen International.
Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00
Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31