Vinsamlegast hættið þessari vitleysu Birgir Örn Guðjónsson skrifar 24. september 2015 14:45 Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar