Hvað með einstaklingsíþróttir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 24. september 2015 14:14 Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar