Kristinn: Framtíð Bjarna er hjá KR Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. september 2015 18:15 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. Vísir/Stefán „Ég hef ekki upplifað það þannig þótt að spilamennskan undanfarnar vikur hafi ekki verið nægilega góð,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, aðspurður hvort það væri allt í upplausn í herbúðum KR. „Það er eðlilegt að menn fari að velta steinum en við vinnum eftir okkar bestu getu, bæði þeir sem starfa í kringum klúbbinn, þjálfarar og leikmenn og við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópusæti.“ Staðan leit vel út fyrir KR þann 19. júlí síðastliðinn þegar KR skaust í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á FH í Kaplakrika. „Þetta leit vel út um Verslunarmannahelgina, nýbúnir að vinna FH og gerðum jafntefli við Breiðablik ásamt því að bóka sæti í úrslitum bikarsins. Eftir það hefur þetta ekki farið eins og við vildum, við munum reyna að finna og vinna úr því hvað betur má fara.“ Kristinn kunni ekki skýringu á slöku gengi KR undanfarnar vikur en KR hefur aðeins nælt í 10 stig í síðustu 8 leikjum. „Það þarf að skoða það og reyna að vinna úr því hvað fór úrskeiðis í sameiningu, það þýðir ekkert að horfa til baka á það sem búið er. Það eru tveir leikir eftir og við viljum tryggja Evrópusætið sjálfir og við gerum kröfu til þess.“ Mikið hefur verið rætt um hvert framhaldið verði hjá ýmsum starfsmönnum og leikmönnum liðsins. „Eins og eftir öll tímabil þá munum við sitjast niður strax eftir tímabilið og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ljóst að bæði þjálfarar og leikmenn þurfa að finna út úr því hvernig á að undirbúa liðið betur fyrir næsta tímabil og sú vinna hefst 5. október.“ Bjarni Guðjónsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa verið fyrirliði liðsins um árabil. „Framtíð hans er í KR eins og staðan er í dag. Það er einhver umræða sem er utan KR um framtíð hans og hún er skiljanleg í ljósi þess hvar félagið stendur. Menn tala og spekúlera mikið um KR og það er partur af þessu en við getum ekki látið það fara í taugarnar á okkur,“ sagði Kristinn sem gerir ráð fyrir að Bjarni stýri liðinu á næsta tímabili. „Við vinnum ekki út frá neinu öðru en að Bjarni og hans menn verði hjá okkur á næsta tímabili. Á meðan þetta er svona er ekki hægt að gera neitt annað.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað það þannig þótt að spilamennskan undanfarnar vikur hafi ekki verið nægilega góð,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, aðspurður hvort það væri allt í upplausn í herbúðum KR. „Það er eðlilegt að menn fari að velta steinum en við vinnum eftir okkar bestu getu, bæði þeir sem starfa í kringum klúbbinn, þjálfarar og leikmenn og við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópusæti.“ Staðan leit vel út fyrir KR þann 19. júlí síðastliðinn þegar KR skaust í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á FH í Kaplakrika. „Þetta leit vel út um Verslunarmannahelgina, nýbúnir að vinna FH og gerðum jafntefli við Breiðablik ásamt því að bóka sæti í úrslitum bikarsins. Eftir það hefur þetta ekki farið eins og við vildum, við munum reyna að finna og vinna úr því hvað betur má fara.“ Kristinn kunni ekki skýringu á slöku gengi KR undanfarnar vikur en KR hefur aðeins nælt í 10 stig í síðustu 8 leikjum. „Það þarf að skoða það og reyna að vinna úr því hvað fór úrskeiðis í sameiningu, það þýðir ekkert að horfa til baka á það sem búið er. Það eru tveir leikir eftir og við viljum tryggja Evrópusætið sjálfir og við gerum kröfu til þess.“ Mikið hefur verið rætt um hvert framhaldið verði hjá ýmsum starfsmönnum og leikmönnum liðsins. „Eins og eftir öll tímabil þá munum við sitjast niður strax eftir tímabilið og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ljóst að bæði þjálfarar og leikmenn þurfa að finna út úr því hvernig á að undirbúa liðið betur fyrir næsta tímabil og sú vinna hefst 5. október.“ Bjarni Guðjónsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa verið fyrirliði liðsins um árabil. „Framtíð hans er í KR eins og staðan er í dag. Það er einhver umræða sem er utan KR um framtíð hans og hún er skiljanleg í ljósi þess hvar félagið stendur. Menn tala og spekúlera mikið um KR og það er partur af þessu en við getum ekki látið það fara í taugarnar á okkur,“ sagði Kristinn sem gerir ráð fyrir að Bjarni stýri liðinu á næsta tímabili. „Við vinnum ekki út frá neinu öðru en að Bjarni og hans menn verði hjá okkur á næsta tímabili. Á meðan þetta er svona er ekki hægt að gera neitt annað.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Sjá meira
Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23
Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti