Hlaupagarpurinn Kristinn Þór Kristinsson er genginn í raðir Umf. Selfoss frá Umf. Samhygð. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska.is.
Kristinn, sem er 26 ára, er sterkur 800 metra hlaupari en hann er fastamaður í íslenska landsliðinu í frjálsum íþróttum. Hann hefur keppt á Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd og þá keppti hann á heimsmeistaramótinu á síðasta ári.
Besti tími Kristins í 800 metra hlaupi er 1:50,38 mínútur en hann náði þeim tíma á móti í Danmörku í síðasta mánuði.
Þótt Kristinn sé búinn að semja við Selfoss mun samstarf hans og þjálfarans Erlings Jóhannssonar halda áfram að því er fram kemur í frétt Sunnlenska.
Kristinn Þór genginn í raðir Selfoss

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti