Þegar Jürgen Klopp kom til Íslands og vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 12:30 Jürgen Klopp fagnar hér sigri á Laugardalsvelli með leikmönnum sínum. Vísir/EPA Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30