Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. október 2015 12:45 Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. vísir/anton Illugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir ekkert eftir til að opinbera eða svara um tekjur sínar frá Orku Energy. Þetta segir hann í skriflegu svari til Ísland í dag. „Ég hef nú opinberað allt sem hægt er að opinbera um tekjur mínar og reyndar líka Brynhildar konunnar minnar, á þessum árum. Það er ekkert eftir til að opinbera eða svara,“ skrifar ráðherrann í svari sem sent var í gegnum aðstoðarmann hans, Sigríði Hallgrímsdóttur.Milljóna tekjur frá Orku Energy Fyrir liggur að Illugi fékk 5,6 milljónir í laun frá félaginu árið 2012 en það eru laun sem hann segir að hafi verið vegna vinnu árið 2011. Þau koma fram á skattskýrslu hans sem Illugi birti á Facebook síðu sinni á miðvikudag en eftir skatta og gjöld nam greiðslan 2,95 milljónum króna. Samkvæmt launaseðli sem hann afhenti í beinni útsendingu á Stöð 2 eru launin þó skráð fyrirfram. Í samtali við RÚV hefur hann þó sagt að um eftirágreidd laun séu að ræða; bókhaldslegar ástæður hjá Orku skýri skráningu greiðslunnar sem fyrirframgreidd laun.Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy gefinn út í febrúar 2012. Launauppgjör vegna vinnu á árinu 2011. pic.twitter.com/vvM5hIh4xJ— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) October 9, 2015 Svarar ekki spurningunum Tvær spurningar voru sendar ráðherranum um 1,2 milljóna króna tekjur félagsins OG Capital árið 2012: Hvað var selt fyrir 1,2 milljónir króna og hver keypti fyrir 1,2 milljónir króna. Hvorugri spurningunni var þó svarað. Illugi segir þó í póstinum að hann hafi ekki fengið laun eða arð frá einkahlutafélaginu OG Capital, sem hann átti allt til ársins 2013, sem hafi átt uppruna sinn hjá Orku Energy. „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy,“ segir hann. „Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar.“Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on Wednesday, October 14, 2015Óútskýrð milljón Illugi hefur hins vegar ekki svarað annarri fyrirspurn sem Vísir sendi ráðherranum og aðstoðarmanni hans í gær um tekjur OG Capital árið 2012, sem í grunninn eru samskonar spurningar og Ísland í dag sendi. Fyrir liggur, samkvæmt ársreikningi, að félagið fékk greiddar 1,2 milljónir króna og að það greiddi kostnað upp á um 100 þúsund krónur fyrir Illuga og endurgreiddi 400 þúsund króna eigendalán til baka. Árið 2012 fékk því Illugi 500 þúsund króna greiðslur úr félaginu. Illugi hefur ekki viljað útskýra hvaðan þeir peningar eru komnir en Stundin segist hafa heimildir fyrir því að Orka Energy sé á bak við áðurnefnda 1,2 milljóna króna greiðslu til OG Capital árið 2012. „Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy,“ segir Illugi hins vegar í svarinu en upplýsir ekki um hvaðan peningarnir sem sannarlega fóru inn í félagið komu.Ósvaraðar spurningar Eins og áður segir óskaði Vísir í gær eftir svörum við þremur spurningum er varða greiðslur til OG Capital árið 2012. Engin viðbrögð hafa fengist frá Illuga eða Sigríði aðstoðarmanni hans, en spurningarnar voru ítrekaðar í morgun og fylgt eftir með smáskilaboðum í síma Illuga. Spurningarnar eru eftirfarandi:Frá hverjum eru greiðslur sem félagið OG Capital fékk árið 2012?Árið 2012, samkvæmt ársreikningi, greiddi félagið eiganda félagsins, sem varst þú á þeim tíma, til baka eigendalán. Þá greiddi félagið einnig fyrir kostnað upp á rúmlega 100 þúsund krónur. Eru þetta ekki peningar sem voru tilkomnir vegna verkefna sem þú vannst fyrir Orku Energy?Hverjar eru heildargreiðslur sem komið hafa frá Orku Energy til þín og eða félaga þér tengdum, s.s. OG Capital? Þá hefur Vísir einnig óskað eftir að fá að sjá kvittun fyrir leigugreiðslum fyrir íbúðina á Ránargötu og leigusamninginn um sömu íbúð. Illugi segist greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði, sem passar við tekjur OG Capital samkvæmt síðasta birta ársreikningi.Engum leigusamningi hefur þó verið þinglýst en ef það hefði verið gert væri samningurinn opinber.Í gær skýrði ég frá því að við hjónin gátum ekki haldið íbúð okkar eftir nokkur fjárhagsleg áföll sem á okkur dundu...Posted by Illugi Gunnarsson on Monday, April 27, 2015Sextán spurningar til viðbótar í þinginuTil viðbótar við spurningar fjölmiðla hafa þrír stjórnarandstöðuþingmenn, þær Svandís Svavarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, óskað eftir svörum frá Illuga um tengsl við Orku og vinnuferð sem hann fór með fulltrúum fyrirtækisins til Kína þann 20. mars árið 2014. Kínaferðin hefur verið gagnrýnd harðlega eftir að í ljós kom að Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy og einn eigenda fyrirtækisins, hafði komið Illuga til aðstoðar árið 2013, þegar hann segist hafa verið í fjárhagslegum erfiðleikum, og losaði hann undan tugmilljóna skuldum sem hvíldu á íbúð hans við Ránargötu. Það gerði Haukur með því að kaupa félagið OG Capital sem var orðinn eigandi íbúðarinnar, og skuldanna sem á henni hvíldu, árið 2013, eftir að Illugi hafði þá selt félaginu íbúðina, á meðan það var enn í hans eigu. Samtals eru það sextán spurningar sem lagðar hafa verið fyrir ráðherrann á þingi en samkvæmt þingsköpum hefur hann 15 virka daga til að svara spurningunum. Fyrstu tvær fyrirspurnirnar voru lagðar fram á þingi þann 8. október síðastliðinn og hefur hann til 29. næstkomandi til að svara. Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir ekkert eftir til að opinbera eða svara um tekjur sínar frá Orku Energy. Þetta segir hann í skriflegu svari til Ísland í dag. „Ég hef nú opinberað allt sem hægt er að opinbera um tekjur mínar og reyndar líka Brynhildar konunnar minnar, á þessum árum. Það er ekkert eftir til að opinbera eða svara,“ skrifar ráðherrann í svari sem sent var í gegnum aðstoðarmann hans, Sigríði Hallgrímsdóttur.Milljóna tekjur frá Orku Energy Fyrir liggur að Illugi fékk 5,6 milljónir í laun frá félaginu árið 2012 en það eru laun sem hann segir að hafi verið vegna vinnu árið 2011. Þau koma fram á skattskýrslu hans sem Illugi birti á Facebook síðu sinni á miðvikudag en eftir skatta og gjöld nam greiðslan 2,95 milljónum króna. Samkvæmt launaseðli sem hann afhenti í beinni útsendingu á Stöð 2 eru launin þó skráð fyrirfram. Í samtali við RÚV hefur hann þó sagt að um eftirágreidd laun séu að ræða; bókhaldslegar ástæður hjá Orku skýri skráningu greiðslunnar sem fyrirframgreidd laun.Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy gefinn út í febrúar 2012. Launauppgjör vegna vinnu á árinu 2011. pic.twitter.com/vvM5hIh4xJ— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) October 9, 2015 Svarar ekki spurningunum Tvær spurningar voru sendar ráðherranum um 1,2 milljóna króna tekjur félagsins OG Capital árið 2012: Hvað var selt fyrir 1,2 milljónir króna og hver keypti fyrir 1,2 milljónir króna. Hvorugri spurningunni var þó svarað. Illugi segir þó í póstinum að hann hafi ekki fengið laun eða arð frá einkahlutafélaginu OG Capital, sem hann átti allt til ársins 2013, sem hafi átt uppruna sinn hjá Orku Energy. „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy,“ segir hann. „Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar.“Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on Wednesday, October 14, 2015Óútskýrð milljón Illugi hefur hins vegar ekki svarað annarri fyrirspurn sem Vísir sendi ráðherranum og aðstoðarmanni hans í gær um tekjur OG Capital árið 2012, sem í grunninn eru samskonar spurningar og Ísland í dag sendi. Fyrir liggur, samkvæmt ársreikningi, að félagið fékk greiddar 1,2 milljónir króna og að það greiddi kostnað upp á um 100 þúsund krónur fyrir Illuga og endurgreiddi 400 þúsund króna eigendalán til baka. Árið 2012 fékk því Illugi 500 þúsund króna greiðslur úr félaginu. Illugi hefur ekki viljað útskýra hvaðan þeir peningar eru komnir en Stundin segist hafa heimildir fyrir því að Orka Energy sé á bak við áðurnefnda 1,2 milljóna króna greiðslu til OG Capital árið 2012. „Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy,“ segir Illugi hins vegar í svarinu en upplýsir ekki um hvaðan peningarnir sem sannarlega fóru inn í félagið komu.Ósvaraðar spurningar Eins og áður segir óskaði Vísir í gær eftir svörum við þremur spurningum er varða greiðslur til OG Capital árið 2012. Engin viðbrögð hafa fengist frá Illuga eða Sigríði aðstoðarmanni hans, en spurningarnar voru ítrekaðar í morgun og fylgt eftir með smáskilaboðum í síma Illuga. Spurningarnar eru eftirfarandi:Frá hverjum eru greiðslur sem félagið OG Capital fékk árið 2012?Árið 2012, samkvæmt ársreikningi, greiddi félagið eiganda félagsins, sem varst þú á þeim tíma, til baka eigendalán. Þá greiddi félagið einnig fyrir kostnað upp á rúmlega 100 þúsund krónur. Eru þetta ekki peningar sem voru tilkomnir vegna verkefna sem þú vannst fyrir Orku Energy?Hverjar eru heildargreiðslur sem komið hafa frá Orku Energy til þín og eða félaga þér tengdum, s.s. OG Capital? Þá hefur Vísir einnig óskað eftir að fá að sjá kvittun fyrir leigugreiðslum fyrir íbúðina á Ránargötu og leigusamninginn um sömu íbúð. Illugi segist greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði, sem passar við tekjur OG Capital samkvæmt síðasta birta ársreikningi.Engum leigusamningi hefur þó verið þinglýst en ef það hefði verið gert væri samningurinn opinber.Í gær skýrði ég frá því að við hjónin gátum ekki haldið íbúð okkar eftir nokkur fjárhagsleg áföll sem á okkur dundu...Posted by Illugi Gunnarsson on Monday, April 27, 2015Sextán spurningar til viðbótar í þinginuTil viðbótar við spurningar fjölmiðla hafa þrír stjórnarandstöðuþingmenn, þær Svandís Svavarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, óskað eftir svörum frá Illuga um tengsl við Orku og vinnuferð sem hann fór með fulltrúum fyrirtækisins til Kína þann 20. mars árið 2014. Kínaferðin hefur verið gagnrýnd harðlega eftir að í ljós kom að Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy og einn eigenda fyrirtækisins, hafði komið Illuga til aðstoðar árið 2013, þegar hann segist hafa verið í fjárhagslegum erfiðleikum, og losaði hann undan tugmilljóna skuldum sem hvíldu á íbúð hans við Ránargötu. Það gerði Haukur með því að kaupa félagið OG Capital sem var orðinn eigandi íbúðarinnar, og skuldanna sem á henni hvíldu, árið 2013, eftir að Illugi hafði þá selt félaginu íbúðina, á meðan það var enn í hans eigu. Samtals eru það sextán spurningar sem lagðar hafa verið fyrir ráðherrann á þingi en samkvæmt þingsköpum hefur hann 15 virka daga til að svara spurningunum. Fyrstu tvær fyrirspurnirnar voru lagðar fram á þingi þann 8. október síðastliðinn og hefur hann til 29. næstkomandi til að svara.
Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57