Adidas börnin gætu allt eins verið börnin þín Guðrún Ansnes skrifar 16. október 2015 08:30 Birna mun ljúka námi við Listaháskólann í vor, en hún hefur ætlað sér stóra hluti í leiklistinni síðan hún var smástelpa. Vísir/Vilhelm Hanna er sautján ára stelpa sem hefur átt ansi erfiða æsku og þurft að hafa mikið fyrir lífinu. Flosnar upp úr skóla, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Við gætum líklega ekki verið ólíkari,“ segir hin tuttugu og þriggja ára Birna Rún Eiríksdóttir um persónuna sem hún leikur í þriðju þáttaröð Réttar. Sjálf er Birna ráðsett móðir og kærasta, á lokametrum leikaranáms við Listaháskóla Íslands, og hefur ekki svo mikið sem reykt sígarettu. „Þetta var frekar fyndið, og mikið hlegið að mér á setti þegar ég var að reyna að læra að reykja,“ útskýrir Birna og skellir upp úr. „Mér var jafnframt kennt hvernig maður setur fíkniefni í sprautu, hvað gerist eftir að maður hefur tekið inn eiturlyf og allt þetta. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli.“ Segist Birna hafa hellt sér út í hlutverkið af réttum ástæðum og það skipti heilmiklu máli. „Þú hoppar ekkert út í nauðgunar- og nektarsenur nema gera það af réttum ástæðum. Ég fór í þetta með hjartanu alla leið, og það skiptir mig máli að segja þessar sögur. Ég þoli ekki þessa fordóma sem eru í gangi gagnvart svokölluðum Adidas-krökkum, og hvernig fólk leyfir sér að gera grín að þeim. Þetta gætu allt eins verið börnin þín,“ segir Birna alvarleg. „Við pössuðum okkur mikið á að fara varlega í þetta, og gættum þess að glamúr-væða ekki þetta líf. Þannig værum við að vanvirða aðstæðurnar. Það eru krakkar í djúpri neyslu allt í kringum okkur, þó við sjáum það kannski ekki.“Birna í hlutverki Hönnu.mynd/aðsendKærasti Birnu vann um tíma með börnum sem lent höfðu í klóm fíknarinnar og hjálpaði hann henni að miklu leyti að nálgast persónuna sína. „Ég held að ef hann hefði ekki verið búinn að undirbúa mig svolítið með sögum, þá hefði ég átt bágt með að trúa þessum sögum sem verið er að vinna með,“ segir Birna, en sögurnar sem unnið er upp úr eru mikið til byggðar á veruleika íslenskra ungmenna í dag, sem fólk gerir sér oft ekki grein fyrir að er bláköld staðreynd. „Dóttir mín þekkir mig ekki í stiklunni. Ég passaði mig alltaf á að þrífa mig í framan og taka mér smá móment áður en ég svissaði aftur yfir í minn veruleika, þar sem mikið gat gengið á og hægara sagt en gert að koma til baka sveitt og útgrátin eftir nauðgunaratriði til dæmis,“ útskýrir Birna aðspurð um hvernig hafi verið að brúa bilið á milli Hönnu og Birnu. Sjálf segist hún ekki hafa séð þættina, en hafi nú þegar varað fjölskyldumeðlimi við. „Maður systur minnar hefur til dæmis ákveðið að horfa bara alls ekki, en hann sér mig sem litlu systur sína. Þá lét ég mömmu og pabba vita að við værum ekkert að fara að horfa á þættina saman,“ útskýrir Birna og hlær dillandi hlátri. „Ég er gríðarlega spennt fyrir að sjá þetta, enda búið að vera gaman og lærdómsríkt að vinna með þessu hæfileikaríka fólki,“ skýtur hún að í lokin, með troðfulla vasa af gullkornum frá meðleikurum sem kunna öll trixin í bókinni. Baldvin og Birna hafa unnið saman áður, en það var þegar Birna var aðeins 16 ára og lék þá í Óróa. Hún segist seint muni slá hendinni á móti hlutverki hjá Baldvini, en henni þyki óskaplega vænt um hann.„Það er mikið af nýjum andlitum í seríunni, leikarar sem ekki hafa kannski sést áður. Birna Rún er einstaklega hæfileikarík leikkona, og leikur lykilkarakter í þáttunum. Þá er töluvert um endurkomur, Dofri Hermannsson kemur með massa come-back og svo verð ég að segja að Steinunn Ólína er senuþjófurinn. Þvílík frammistaða. Við lögðum mikið upp úr því að það er nákvæmlega ekkert sexí eða kúl í gangi, þetta er bara eins óheillandi og raunveruleikinn, og þannig verður það heillandi,“ segir Baldvin Z, leikstjóri þáttanna.Fyrsti þáttur nýju seríunnar fer í loftið á sunnudagskvöldið 18. október á Stöð 2 klukkan 21.35. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enginn er eyland Ísland er smáríki. Ef tekið er mið af íbúafjölda erum við örþjóð. Menningarlega, stjórnmálalega og sögulega erum við hluti þeirrar vestrænu samfélagstilraunar sem enn stendur yfir. Frelsi einstaklingsins,mannréttindi, réttarríki og lýðræði eru meginstoðir vestræns samfélags. Ekkert af fyrrnefndum gildum er sjálfgefið. 24. ágúst 2015 07:30 Ný ógnvekjandi stikla úr Rétti Sjónvarpsserían Réttur er framleidd af Sagafilm og hefst á Stöð 2 í október. 31. júlí 2015 14:00 Sjáðu óhuggulegt sýnishorn úr þriðju þáttaröð Réttar Nýtt sýnishorn var frumsýnt í Íslandi í dag. 16. júní 2015 19:04 Tólf verðlaun Vonarstrætis er nýtt Eddumet Vonarstræti velti Djúpinu úr sessi sem sú mynd sem flestar Eddur hefur hlotið á einni og sömu hátíðinni. 23. febrúar 2015 10:00 Tökur á Rétti III hafnar: „Handritið ögrandi en spennandi“ Tökur munu standa fram í júlí og sýningar munu hefjast í haust á Stöð 2. 22. apríl 2015 13:34 Endurkoma Toy Machine tileinkuð stórhuga sjómanni Rokksveitin snýr nú aftur til að segja sögu af því hver átti hugmyndina að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 23. febrúar 2015 09:00 Ver tíma með lögreglumönnum Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur í Rétti. Fyrsta stóra hlutverkið í ellefu ár. 23. apríl 2015 12:00 „Það verður pínu erfitt að horfa á þessa seríu“ Leikstjórinn Baldvin Z segir þriðju þáttaröð Rétts fjalla um viðkvæm málefni. 16. júní 2015 20:36 Íslensk dagskrágerð í fyrirrúmi í vetur Haustkynning Stöðvar 2 fer fram í Hörpunni í kvöld og verður kynnt til sögunnar þá dagskrá sem mun verða á stöðinni í vetur. 11. september 2015 18:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hanna er sautján ára stelpa sem hefur átt ansi erfiða æsku og þurft að hafa mikið fyrir lífinu. Flosnar upp úr skóla, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Við gætum líklega ekki verið ólíkari,“ segir hin tuttugu og þriggja ára Birna Rún Eiríksdóttir um persónuna sem hún leikur í þriðju þáttaröð Réttar. Sjálf er Birna ráðsett móðir og kærasta, á lokametrum leikaranáms við Listaháskóla Íslands, og hefur ekki svo mikið sem reykt sígarettu. „Þetta var frekar fyndið, og mikið hlegið að mér á setti þegar ég var að reyna að læra að reykja,“ útskýrir Birna og skellir upp úr. „Mér var jafnframt kennt hvernig maður setur fíkniefni í sprautu, hvað gerist eftir að maður hefur tekið inn eiturlyf og allt þetta. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli.“ Segist Birna hafa hellt sér út í hlutverkið af réttum ástæðum og það skipti heilmiklu máli. „Þú hoppar ekkert út í nauðgunar- og nektarsenur nema gera það af réttum ástæðum. Ég fór í þetta með hjartanu alla leið, og það skiptir mig máli að segja þessar sögur. Ég þoli ekki þessa fordóma sem eru í gangi gagnvart svokölluðum Adidas-krökkum, og hvernig fólk leyfir sér að gera grín að þeim. Þetta gætu allt eins verið börnin þín,“ segir Birna alvarleg. „Við pössuðum okkur mikið á að fara varlega í þetta, og gættum þess að glamúr-væða ekki þetta líf. Þannig værum við að vanvirða aðstæðurnar. Það eru krakkar í djúpri neyslu allt í kringum okkur, þó við sjáum það kannski ekki.“Birna í hlutverki Hönnu.mynd/aðsendKærasti Birnu vann um tíma með börnum sem lent höfðu í klóm fíknarinnar og hjálpaði hann henni að miklu leyti að nálgast persónuna sína. „Ég held að ef hann hefði ekki verið búinn að undirbúa mig svolítið með sögum, þá hefði ég átt bágt með að trúa þessum sögum sem verið er að vinna með,“ segir Birna, en sögurnar sem unnið er upp úr eru mikið til byggðar á veruleika íslenskra ungmenna í dag, sem fólk gerir sér oft ekki grein fyrir að er bláköld staðreynd. „Dóttir mín þekkir mig ekki í stiklunni. Ég passaði mig alltaf á að þrífa mig í framan og taka mér smá móment áður en ég svissaði aftur yfir í minn veruleika, þar sem mikið gat gengið á og hægara sagt en gert að koma til baka sveitt og útgrátin eftir nauðgunaratriði til dæmis,“ útskýrir Birna aðspurð um hvernig hafi verið að brúa bilið á milli Hönnu og Birnu. Sjálf segist hún ekki hafa séð þættina, en hafi nú þegar varað fjölskyldumeðlimi við. „Maður systur minnar hefur til dæmis ákveðið að horfa bara alls ekki, en hann sér mig sem litlu systur sína. Þá lét ég mömmu og pabba vita að við værum ekkert að fara að horfa á þættina saman,“ útskýrir Birna og hlær dillandi hlátri. „Ég er gríðarlega spennt fyrir að sjá þetta, enda búið að vera gaman og lærdómsríkt að vinna með þessu hæfileikaríka fólki,“ skýtur hún að í lokin, með troðfulla vasa af gullkornum frá meðleikurum sem kunna öll trixin í bókinni. Baldvin og Birna hafa unnið saman áður, en það var þegar Birna var aðeins 16 ára og lék þá í Óróa. Hún segist seint muni slá hendinni á móti hlutverki hjá Baldvini, en henni þyki óskaplega vænt um hann.„Það er mikið af nýjum andlitum í seríunni, leikarar sem ekki hafa kannski sést áður. Birna Rún er einstaklega hæfileikarík leikkona, og leikur lykilkarakter í þáttunum. Þá er töluvert um endurkomur, Dofri Hermannsson kemur með massa come-back og svo verð ég að segja að Steinunn Ólína er senuþjófurinn. Þvílík frammistaða. Við lögðum mikið upp úr því að það er nákvæmlega ekkert sexí eða kúl í gangi, þetta er bara eins óheillandi og raunveruleikinn, og þannig verður það heillandi,“ segir Baldvin Z, leikstjóri þáttanna.Fyrsti þáttur nýju seríunnar fer í loftið á sunnudagskvöldið 18. október á Stöð 2 klukkan 21.35.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enginn er eyland Ísland er smáríki. Ef tekið er mið af íbúafjölda erum við örþjóð. Menningarlega, stjórnmálalega og sögulega erum við hluti þeirrar vestrænu samfélagstilraunar sem enn stendur yfir. Frelsi einstaklingsins,mannréttindi, réttarríki og lýðræði eru meginstoðir vestræns samfélags. Ekkert af fyrrnefndum gildum er sjálfgefið. 24. ágúst 2015 07:30 Ný ógnvekjandi stikla úr Rétti Sjónvarpsserían Réttur er framleidd af Sagafilm og hefst á Stöð 2 í október. 31. júlí 2015 14:00 Sjáðu óhuggulegt sýnishorn úr þriðju þáttaröð Réttar Nýtt sýnishorn var frumsýnt í Íslandi í dag. 16. júní 2015 19:04 Tólf verðlaun Vonarstrætis er nýtt Eddumet Vonarstræti velti Djúpinu úr sessi sem sú mynd sem flestar Eddur hefur hlotið á einni og sömu hátíðinni. 23. febrúar 2015 10:00 Tökur á Rétti III hafnar: „Handritið ögrandi en spennandi“ Tökur munu standa fram í júlí og sýningar munu hefjast í haust á Stöð 2. 22. apríl 2015 13:34 Endurkoma Toy Machine tileinkuð stórhuga sjómanni Rokksveitin snýr nú aftur til að segja sögu af því hver átti hugmyndina að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 23. febrúar 2015 09:00 Ver tíma með lögreglumönnum Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur í Rétti. Fyrsta stóra hlutverkið í ellefu ár. 23. apríl 2015 12:00 „Það verður pínu erfitt að horfa á þessa seríu“ Leikstjórinn Baldvin Z segir þriðju þáttaröð Rétts fjalla um viðkvæm málefni. 16. júní 2015 20:36 Íslensk dagskrágerð í fyrirrúmi í vetur Haustkynning Stöðvar 2 fer fram í Hörpunni í kvöld og verður kynnt til sögunnar þá dagskrá sem mun verða á stöðinni í vetur. 11. september 2015 18:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Enginn er eyland Ísland er smáríki. Ef tekið er mið af íbúafjölda erum við örþjóð. Menningarlega, stjórnmálalega og sögulega erum við hluti þeirrar vestrænu samfélagstilraunar sem enn stendur yfir. Frelsi einstaklingsins,mannréttindi, réttarríki og lýðræði eru meginstoðir vestræns samfélags. Ekkert af fyrrnefndum gildum er sjálfgefið. 24. ágúst 2015 07:30
Ný ógnvekjandi stikla úr Rétti Sjónvarpsserían Réttur er framleidd af Sagafilm og hefst á Stöð 2 í október. 31. júlí 2015 14:00
Sjáðu óhuggulegt sýnishorn úr þriðju þáttaröð Réttar Nýtt sýnishorn var frumsýnt í Íslandi í dag. 16. júní 2015 19:04
Tólf verðlaun Vonarstrætis er nýtt Eddumet Vonarstræti velti Djúpinu úr sessi sem sú mynd sem flestar Eddur hefur hlotið á einni og sömu hátíðinni. 23. febrúar 2015 10:00
Tökur á Rétti III hafnar: „Handritið ögrandi en spennandi“ Tökur munu standa fram í júlí og sýningar munu hefjast í haust á Stöð 2. 22. apríl 2015 13:34
Endurkoma Toy Machine tileinkuð stórhuga sjómanni Rokksveitin snýr nú aftur til að segja sögu af því hver átti hugmyndina að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 23. febrúar 2015 09:00
Ver tíma með lögreglumönnum Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur í Rétti. Fyrsta stóra hlutverkið í ellefu ár. 23. apríl 2015 12:00
„Það verður pínu erfitt að horfa á þessa seríu“ Leikstjórinn Baldvin Z segir þriðju þáttaröð Rétts fjalla um viðkvæm málefni. 16. júní 2015 20:36
Íslensk dagskrágerð í fyrirrúmi í vetur Haustkynning Stöðvar 2 fer fram í Hörpunni í kvöld og verður kynnt til sögunnar þá dagskrá sem mun verða á stöðinni í vetur. 11. september 2015 18:30