Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. október 2015 13:01 Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. Vísir/GVA Áætlanir RÚV gera ráð fyrir því að útvarpsgjaldi verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins frá og með næstu áramótum og hækki með verðlagi. Það er 1.400 krónum meira en fjárlagafrumvarp næsta árs gerir nú ráð fyrir. Á fimm ára áætlunartíma eru þetta því tæplega 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um rekstur RÚV.Lóðin þarf að seljast Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki má neitt út af bregða vegna byggingarréttarsölu á lóð fyrirtækisins. Reiknað er með 1.500 milljóna króna tekjum af sölunni.Alþingi gerir ekki ráð fyrir jafn háum framlögum til RÚV af skattfé og fyrirtækið sjálft.Vísir/GVAÞriðja forsenda þess að RÚV nái að koma sér á kjöl er að ríkissjóður létti skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Óhagstæð vaxtakjör Skuldin nemur 3,2 milljörðum króna en þar sem hún var tilkomin áður en rekstrarformi RÚV var breytt í ohf, eða opinbert hlutafélag, hvílir á því ríkisábyrgð. Skuldabréfið er til ársins 2025, verðtryggt og með fasta 5 prósent vexti. Það er mat nefndarinnar sem skrifaði skýrsluna að vaxtakjör séu óhagstæð. „Markaðsvextir skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, sem jafnframt bera ríkisábyrgð, eru nú um 2,6%. RÚV er því að greiða um 77 m.kr. á ári í vexti umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Hækki útvarpsgjaldið ekki og taki ríkissjóður ekki yfir skuld fyrirtækisins við LSR má reikna með að taprekstur RÚV verði orðinn milljarður króna á tímabilinu 2019-2020. Enn verri staða blasir við verði ekki hægt að nýta sölu byggingaréttar til niðurgreiðslu skulda.Heildartekjur BBC á hvern íbúa eru lægri en hjá RÚV.Vísir/EPAMeð hæstu heildartekjurnarÍ skýrslunni segir að RÚV sé með um fjórðungi hærri heildartekjur á íbúa en meðaltal samanburðarlanda. Inni í þeim tölum eru bæði ríkisframlag og aðrar tekjur, svo sem auglýsingatekjur. „Til að bera saman tekjur systurstofnana er varasamt að bera saman útvarpsgjald eða afnotagjald þar sem reglur um slíkt eru afar mismunandi. Sum ríki innheimta gjald af hverju heimili, sum hafa afslætti fyrir ýmsa hópa,“ segir í skýrslunni um þennan samanburð. Norska ríkisútvarpið NRK er með svipaðar heildartekjur á íbúa og RÚV. Heildartekjur Breska ríkisútvarpsins á íbúa er lægri, sem og tekjur danska, finnska og sænska ríkisútvarpsins. Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan. Alþingi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir því að útvarpsgjaldi verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins frá og með næstu áramótum og hækki með verðlagi. Það er 1.400 krónum meira en fjárlagafrumvarp næsta árs gerir nú ráð fyrir. Á fimm ára áætlunartíma eru þetta því tæplega 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um rekstur RÚV.Lóðin þarf að seljast Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki má neitt út af bregða vegna byggingarréttarsölu á lóð fyrirtækisins. Reiknað er með 1.500 milljóna króna tekjum af sölunni.Alþingi gerir ekki ráð fyrir jafn háum framlögum til RÚV af skattfé og fyrirtækið sjálft.Vísir/GVAÞriðja forsenda þess að RÚV nái að koma sér á kjöl er að ríkissjóður létti skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Óhagstæð vaxtakjör Skuldin nemur 3,2 milljörðum króna en þar sem hún var tilkomin áður en rekstrarformi RÚV var breytt í ohf, eða opinbert hlutafélag, hvílir á því ríkisábyrgð. Skuldabréfið er til ársins 2025, verðtryggt og með fasta 5 prósent vexti. Það er mat nefndarinnar sem skrifaði skýrsluna að vaxtakjör séu óhagstæð. „Markaðsvextir skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, sem jafnframt bera ríkisábyrgð, eru nú um 2,6%. RÚV er því að greiða um 77 m.kr. á ári í vexti umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Hækki útvarpsgjaldið ekki og taki ríkissjóður ekki yfir skuld fyrirtækisins við LSR má reikna með að taprekstur RÚV verði orðinn milljarður króna á tímabilinu 2019-2020. Enn verri staða blasir við verði ekki hægt að nýta sölu byggingaréttar til niðurgreiðslu skulda.Heildartekjur BBC á hvern íbúa eru lægri en hjá RÚV.Vísir/EPAMeð hæstu heildartekjurnarÍ skýrslunni segir að RÚV sé með um fjórðungi hærri heildartekjur á íbúa en meðaltal samanburðarlanda. Inni í þeim tölum eru bæði ríkisframlag og aðrar tekjur, svo sem auglýsingatekjur. „Til að bera saman tekjur systurstofnana er varasamt að bera saman útvarpsgjald eða afnotagjald þar sem reglur um slíkt eru afar mismunandi. Sum ríki innheimta gjald af hverju heimili, sum hafa afslætti fyrir ýmsa hópa,“ segir í skýrslunni um þennan samanburð. Norska ríkisútvarpið NRK er með svipaðar heildartekjur á íbúa og RÚV. Heildartekjur Breska ríkisútvarpsins á íbúa er lægri, sem og tekjur danska, finnska og sænska ríkisútvarpsins. Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira