Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 13:00 Samningur RÚV við Vodafone er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/GVA Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014. Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014.
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira