Mikill stuðningur á Norðurlöndum við frjálsa verslun yfir Atlantshafið Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndum skrifar 29. október 2015 07:00 Frelsi í viðskiptum er hluti af daglegu lífi fólks á Norðurlöndum. Hagkerfi landanna okkar eru lítil, en saman erum við í fremstu röð í framleiðslu og flutningi á hágæða vörum út um allan heim. Saga okkar er mótuð af fólki sem freistaði gæfunnar utan heimahaganna og fluttist vestur, til Færeyja, Íslands eða Grænlands, í austur og suður til Úkraínu, til Frakklands, Svartahafs eða Miðjarðarhafs. Þúsund árum eftir að norrænir landnemar stigu fæti á Vínland er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að treysta böndin yfir Atlantshafið. Bandaríkin eru mikilvægasta markaðssvæði allra Norðurlandanna fyrir utan innri markað ESB/EES. Bandaríkin og Evrópusambandið eiga nú í viðræðum um gerð fríverslunarsamnings (e. Transatlantic Trade and Investment Partnership; TTIP). Það er góð hugmynd að efla verslun og viðskipti og margir eru á þeirri skoðun. Ný könnun meðal 4.600 íbúa á Norðurlöndum sýnir mikinn stuðning í öllum löndunum fimm við frjálsa verslun og ekki síst verslun á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum en Danir eru jákvæðastir Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Stuðningur við samninginn er afgerandi á Norðurlöndum öllum. Þeir sem hafa kynnt sér efni samningaviðræðnanna vel eru jákvæðari en þeir sem hafa ekki gert það. Íslendingar og Norðmenn nefna lægra vöruverð og aukið vöruúrval sem helstu kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ESB og Bandaríkjanna, en Danir, Finnar og Svíar nefna aukinn útflutning, hagvöxt og fjölgun starfa. Það er almenn skoðun allra þjóðanna að bæði Evrópa og Bandaríkin muni hagnast ef samkomulag næst.Jákvæð áhrif fyrir alla Fríverslunarsamningur sem tengir Evrópu og Bandaríkin mun hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur mun aukast og störfum fjölga í löndunum okkar fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð fríverslunarsamningsins. Sameiginlegt regluverk og kröfur sem samningurinn mun hafa í för með sér hefur jákvæð áhrif á bæði atvinnulíf og neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Lækkun tolla eða afnám þeirra mun auka viðskipti milli landa. Eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna yrði til með 850 milljóna manna heimamarkað. Þó svo að Noregur og Ísland séu ekki aðilar að Evrópusambandinu, telja bæði Íslendingar og Norðmenn að fríverslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna myndi hafa jákvæð áhrif á innri markað EES-svæðisins sem þjóðirnar eiga aðild að. Fyrir utan aukinn kraft sem mun hlaupa í atvinnulífið og tilheyrandi vöxt efnahagslífsins á öllu EES-svæðinu munu íslenskir og norskir neytendur njóta góðs af samræmdri vottun og prófunum á neytendavörum sem samningurinn mun fela í sér. Ísland og Noregur gætu svo notið allra kosta fríverslunarsamningsins í fyllingu tímans með því að fullgilda hann nái ESB og Bandaríkin samkomulagi.Neytendavernd mikil Án efa mun reynast flókið að ná samkomulagi um regluverk milli aðila. Því má þó ekki gleyma að neytendavernd er mikil beggja vegna Atlantsála og kröfur í umhverfismálum strangar. Nútímalegir neytendur gera kröfur um góðar og öruggar vörur og fyrirmyndar þjónustu. Standi fyrirtæki ekki undir kröfum neytenda snúa þeir sér annað og fyrirtækin verða undir í samkeppninni. Góðar líkur eru á að staðlar ESB og Bandaríkjanna geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi mikils stuðnings á Norðurlöndunum við gerð fríverslunarsamnings milli ESB og Bandaríkjanna viljum við biðja samninganefndirnar um tvennt. Í fyrsta lagi að samningaviðræðum verði lokið á næsta ári og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Í öðru lagi óskum við þess að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna verði metnaðarfullur og víðtækur. Einnig að í honum felist skýr lagarammi sem tryggi fjárfestingar aðildarfyrirtækja okkar. Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partnership; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst. Könnunin var gerð á Norðurlöndum dagana 31. júlí til 11. ágúst 2015 og byggir á 4.600 svörum. Yfir 1.000 svör fengust í löndunum utan Íslands þar sem svör voru 578. CINT sá um framkvæmd könnunarinnar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en MMR á Íslandi. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð létu gera könnunina.Karsten Dybvad,framkvæmdastjóri DI, samtaka iðnaðarins í Danmörku.Jyri Häkämies,framkvæmdastjóri EK, samtaka atvinnulífsins í Finnlandi.Carola Lemne,framkvæmdastjóri SN, samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.Kristin Skogen Lund,framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Frelsi í viðskiptum er hluti af daglegu lífi fólks á Norðurlöndum. Hagkerfi landanna okkar eru lítil, en saman erum við í fremstu röð í framleiðslu og flutningi á hágæða vörum út um allan heim. Saga okkar er mótuð af fólki sem freistaði gæfunnar utan heimahaganna og fluttist vestur, til Færeyja, Íslands eða Grænlands, í austur og suður til Úkraínu, til Frakklands, Svartahafs eða Miðjarðarhafs. Þúsund árum eftir að norrænir landnemar stigu fæti á Vínland er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að treysta böndin yfir Atlantshafið. Bandaríkin eru mikilvægasta markaðssvæði allra Norðurlandanna fyrir utan innri markað ESB/EES. Bandaríkin og Evrópusambandið eiga nú í viðræðum um gerð fríverslunarsamnings (e. Transatlantic Trade and Investment Partnership; TTIP). Það er góð hugmynd að efla verslun og viðskipti og margir eru á þeirri skoðun. Ný könnun meðal 4.600 íbúa á Norðurlöndum sýnir mikinn stuðning í öllum löndunum fimm við frjálsa verslun og ekki síst verslun á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum en Danir eru jákvæðastir Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Stuðningur við samninginn er afgerandi á Norðurlöndum öllum. Þeir sem hafa kynnt sér efni samningaviðræðnanna vel eru jákvæðari en þeir sem hafa ekki gert það. Íslendingar og Norðmenn nefna lægra vöruverð og aukið vöruúrval sem helstu kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ESB og Bandaríkjanna, en Danir, Finnar og Svíar nefna aukinn útflutning, hagvöxt og fjölgun starfa. Það er almenn skoðun allra þjóðanna að bæði Evrópa og Bandaríkin muni hagnast ef samkomulag næst.Jákvæð áhrif fyrir alla Fríverslunarsamningur sem tengir Evrópu og Bandaríkin mun hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur mun aukast og störfum fjölga í löndunum okkar fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð fríverslunarsamningsins. Sameiginlegt regluverk og kröfur sem samningurinn mun hafa í för með sér hefur jákvæð áhrif á bæði atvinnulíf og neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Lækkun tolla eða afnám þeirra mun auka viðskipti milli landa. Eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna yrði til með 850 milljóna manna heimamarkað. Þó svo að Noregur og Ísland séu ekki aðilar að Evrópusambandinu, telja bæði Íslendingar og Norðmenn að fríverslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna myndi hafa jákvæð áhrif á innri markað EES-svæðisins sem þjóðirnar eiga aðild að. Fyrir utan aukinn kraft sem mun hlaupa í atvinnulífið og tilheyrandi vöxt efnahagslífsins á öllu EES-svæðinu munu íslenskir og norskir neytendur njóta góðs af samræmdri vottun og prófunum á neytendavörum sem samningurinn mun fela í sér. Ísland og Noregur gætu svo notið allra kosta fríverslunarsamningsins í fyllingu tímans með því að fullgilda hann nái ESB og Bandaríkin samkomulagi.Neytendavernd mikil Án efa mun reynast flókið að ná samkomulagi um regluverk milli aðila. Því má þó ekki gleyma að neytendavernd er mikil beggja vegna Atlantsála og kröfur í umhverfismálum strangar. Nútímalegir neytendur gera kröfur um góðar og öruggar vörur og fyrirmyndar þjónustu. Standi fyrirtæki ekki undir kröfum neytenda snúa þeir sér annað og fyrirtækin verða undir í samkeppninni. Góðar líkur eru á að staðlar ESB og Bandaríkjanna geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi mikils stuðnings á Norðurlöndunum við gerð fríverslunarsamnings milli ESB og Bandaríkjanna viljum við biðja samninganefndirnar um tvennt. Í fyrsta lagi að samningaviðræðum verði lokið á næsta ári og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Í öðru lagi óskum við þess að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna verði metnaðarfullur og víðtækur. Einnig að í honum felist skýr lagarammi sem tryggi fjárfestingar aðildarfyrirtækja okkar. Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partnership; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst. Könnunin var gerð á Norðurlöndum dagana 31. júlí til 11. ágúst 2015 og byggir á 4.600 svörum. Yfir 1.000 svör fengust í löndunum utan Íslands þar sem svör voru 578. CINT sá um framkvæmd könnunarinnar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en MMR á Íslandi. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð létu gera könnunina.Karsten Dybvad,framkvæmdastjóri DI, samtaka iðnaðarins í Danmörku.Jyri Häkämies,framkvæmdastjóri EK, samtaka atvinnulífsins í Finnlandi.Carola Lemne,framkvæmdastjóri SN, samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.Kristin Skogen Lund,framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Íslandi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar