Viðskipti innlent

Stöðugleikamat Seðlabankans verður kynnt á morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stöðugleikamatið fer til umfjöllunar viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis á morgun.
Stöðugleikamatið fer til umfjöllunar viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis á morgun. Vísir/Pjetur
Seðlabankinn hefur skilað til fjármálaráðherra stöðugleikamati vegna undanþágubeiðni þrotabúa gömlu viðskiptabankanna, Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis og verður það kynnt á morgun.

Stöðugleikamatið var til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í dag. Fer það nú til athugunar og undirbúnings innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en að það verður kynnt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á morgun. Reikna má með að stöðugleikamatið verði kynnt á blaðamannafundi á morgun.

Matið fylgdi samráðsbréfi sem Seðlabankinn sendi í fjármála- og efnahagsráðuneytið þar sem óskað er eftir samráði við ráðherra vegna veitingar vilyrða fyrir undanþágum til slitabúa Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis, vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga í tengslum við nauðasamninga og endanleg slit búanna.


Tengdar fréttir

Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri.

Gagnrýna afslátt af leið stöðugleikaskatts

InDefence-hópurinn vill gera breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stöðugleikaskatt og -skilyrði. Stöðugleikaskilyrði eigi að vera jafngild 39 prósenta stöðugleikaskatti. Um 400 milljarða króna tekjumunur er sagður vera á leiðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×