Sögðu slæmt veður nyrðra en athuguðu það ekki Sveinn Arnarsson skrifar 26. október 2015 17:58 Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Pjetur Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs. Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs.
Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira