Farþegar svekktir vegna seinkunar en slógu á létta strengi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2015 15:15 „Þau sögðu okkur að þetta væri bara okkur að kenna og við ættum bara að kaupa nýja miða heim á þriðjudagsmorgunn fyrir 59.000 kall.“ vísir/vilhelm/wow Tveggja klukkustunda seinkun varð á flugi WOW air frá London til Keflavíkur í á sunnudag. Farþegum var tilkynnt um seinkunina og töldu því sumir að í lagi væri að koma tveimur tímum síðar á flugvöllinn. Þeir komu hins vegar að lokuðum dyrum, því innritunarborðinu var lokað samkvæmt upphaflegum brottfarartíma, eða um fjörutíu mínútum áður. „Þau sögðu okkur að þetta væri bara okkur að kenna og við ættum bara að kaupa nýja miða heim á þriðjudagsmorgunn fyrir 59.000 kall,“ skrifar ósáttur farþegi á Facebook-síðu WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að alls hafi sex farþegar orðið fyrir þessu óláni. Þeir hafi allir verið upplýstir um að mæta þyrfti í innritun samkvæmt bókun. „Það varð seinkun á annarri vél sem var að koma inn og hafði keðjuverkandi áhrif á okkar flug. Við sendum SMS á alla farþega og þeim sagt frá seinkuninni og þeim tilkynnt að check-in myndi loka miðað við upprunalegan brottfarartíma, eins og kemur einnig fram á heimasíðunni okkar,“ útskýrir hún. „Við erum að vinna með svokölluðum handling fyrirtækjum og þurfum að semja við þau sérstaklega um að vera með innritunina opna lengur. En það var ekki að þessu sinni og farþegarnir voru látnir vita af því.“ Aðspurð hvort endurskoða þyrfti orðalag í smáskilaboðunum, segir hún það vel geta verið. Þó sé afar sjaldgæft að atvik sem þessi komi upp. „Ég fékk að sjá sms-ið og það var frekar skýrt. En oft vill það vera þannig að fólk les í hraði og sér bara tveggja tíma seinkun og heldur þá að það sé öruggt að koma tveimur tímum fyrr á flugvöllinn,“ segir Svanhvít. Hún segir félaginu þykja þetta miður. Því verði komið til móts við farþegana. „Við þurfum í raun ekki að gera neitt fyrir þessa farþega, en við erum búin að endurgreiða þeim og þeir fá að fljúga með félaginu hingað til lands án þess að greiða fyrir það.“ Anna og Auður héldu úti ferðasögu á Facebook-síðu WOW air í kjölfar atviksins, en hana má sjá hér fyrir neðan. Kæra WOW AirÞetta er ég og vinkona mín hún Anna Kristín. Ég hef búið í London á meðan ég hef verið í námi og Anna kom í...Posted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga part IIÞessar skvísur voru heldur ekki ánægðar með stöðu mála. Þær ætluðu í vikufrí til Íslands og áttu bókað...Posted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/well ekki ferðasaga... Part IIIHérna erum við Anna að bóka búslóðina mína inná töskuhótel áður en við förum...Posted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/ekki ferðasaga Part IVEkkert sæti laust í lestinni. Anna er komin með vöðvabólgu#wowmomentPosted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/ well ekki ferðasaga Part VHér sit ég. Veit ekki hvort er særðara: axlirnar á Önnu eða stoltið mitt.Ps var að fatta að ég á tíma hjá húð&kyn à morgunn...þarf að muna að senda þeim Mail og afpanta.Posted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/ekki ferðasaga Part VIIAnna þreytt eftir ferðalag dagsins. Engin sæti í undergroundinu. En við ættum nú að vera vanar því núna...Undergroundið kostaði 5 pund. Huggulegt#WowmomentPosted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/ekki ferðasaga Part VIIIErum loks búnar að finna frítt Wi-Fi. Við þurfum jú Wi-fi til að bóka 59.000 króna miðana okkar fyrir þriðjudaginn.#WowmomentPosted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flug Primera Air til Spánar: Sjö klukkustunda töf vegna rúðuþurrkuvandamáls Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag. 20. október 2015 11:56 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Tveggja klukkustunda seinkun varð á flugi WOW air frá London til Keflavíkur í á sunnudag. Farþegum var tilkynnt um seinkunina og töldu því sumir að í lagi væri að koma tveimur tímum síðar á flugvöllinn. Þeir komu hins vegar að lokuðum dyrum, því innritunarborðinu var lokað samkvæmt upphaflegum brottfarartíma, eða um fjörutíu mínútum áður. „Þau sögðu okkur að þetta væri bara okkur að kenna og við ættum bara að kaupa nýja miða heim á þriðjudagsmorgunn fyrir 59.000 kall,“ skrifar ósáttur farþegi á Facebook-síðu WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að alls hafi sex farþegar orðið fyrir þessu óláni. Þeir hafi allir verið upplýstir um að mæta þyrfti í innritun samkvæmt bókun. „Það varð seinkun á annarri vél sem var að koma inn og hafði keðjuverkandi áhrif á okkar flug. Við sendum SMS á alla farþega og þeim sagt frá seinkuninni og þeim tilkynnt að check-in myndi loka miðað við upprunalegan brottfarartíma, eins og kemur einnig fram á heimasíðunni okkar,“ útskýrir hún. „Við erum að vinna með svokölluðum handling fyrirtækjum og þurfum að semja við þau sérstaklega um að vera með innritunina opna lengur. En það var ekki að þessu sinni og farþegarnir voru látnir vita af því.“ Aðspurð hvort endurskoða þyrfti orðalag í smáskilaboðunum, segir hún það vel geta verið. Þó sé afar sjaldgæft að atvik sem þessi komi upp. „Ég fékk að sjá sms-ið og það var frekar skýrt. En oft vill það vera þannig að fólk les í hraði og sér bara tveggja tíma seinkun og heldur þá að það sé öruggt að koma tveimur tímum fyrr á flugvöllinn,“ segir Svanhvít. Hún segir félaginu þykja þetta miður. Því verði komið til móts við farþegana. „Við þurfum í raun ekki að gera neitt fyrir þessa farþega, en við erum búin að endurgreiða þeim og þeir fá að fljúga með félaginu hingað til lands án þess að greiða fyrir það.“ Anna og Auður héldu úti ferðasögu á Facebook-síðu WOW air í kjölfar atviksins, en hana má sjá hér fyrir neðan. Kæra WOW AirÞetta er ég og vinkona mín hún Anna Kristín. Ég hef búið í London á meðan ég hef verið í námi og Anna kom í...Posted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga part IIÞessar skvísur voru heldur ekki ánægðar með stöðu mála. Þær ætluðu í vikufrí til Íslands og áttu bókað...Posted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/well ekki ferðasaga... Part IIIHérna erum við Anna að bóka búslóðina mína inná töskuhótel áður en við förum...Posted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/ekki ferðasaga Part IVEkkert sæti laust í lestinni. Anna er komin með vöðvabólgu#wowmomentPosted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/ well ekki ferðasaga Part VHér sit ég. Veit ekki hvort er særðara: axlirnar á Önnu eða stoltið mitt.Ps var að fatta að ég á tíma hjá húð&kyn à morgunn...þarf að muna að senda þeim Mail og afpanta.Posted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/ekki ferðasaga Part VIIAnna þreytt eftir ferðalag dagsins. Engin sæti í undergroundinu. En við ættum nú að vera vanar því núna...Undergroundið kostaði 5 pund. Huggulegt#WowmomentPosted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015 Ferðasaga/ekki ferðasaga Part VIIIErum loks búnar að finna frítt Wi-Fi. Við þurfum jú Wi-fi til að bóka 59.000 króna miðana okkar fyrir þriðjudaginn.#WowmomentPosted by Audur B Snorradottir on 25. október 2015
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flug Primera Air til Spánar: Sjö klukkustunda töf vegna rúðuþurrkuvandamáls Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag. 20. október 2015 11:56 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Flug Primera Air til Spánar: Sjö klukkustunda töf vegna rúðuþurrkuvandamáls Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag. 20. október 2015 11:56
Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28