Flug Primera Air til Spánar: Sjö klukkustunda töf vegna rúðuþurrkuvandamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2015 11:56 Fresta þurfti tveimur ferðum Primera Air um margar klukkustundir vegna bilunar í tveimur vélum flugfélagsins. Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28