ÞÚ ferð í taugarnar á mér! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Hvað ég eða einhver annar hugsar kemur engum við. Sumar hugsanir eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi, þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í þeirri merkingu að við ákveðnar aðstæður eða áreiti þá skjótast þær fram og taka stjórnina. Hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar eru á ábyrgð þess einstaklings sem á þær og hann velur hvort hann ætlar að leyfa þeim að hafa einhver sérstök áhrif á líðan eða atferli sitt. Það er næstum því hægt að fullyrða að enginn fari í gegnum lífið án þess að upplifa einhvern tímann að einhver fari í taugarnar á sér. Það er ekki merki um að vera slæm manneskja að hugsa hugsanir eins og mér líkar ekki við þennan eða þessi er ekki mín týpa eða mér finnst þessi pirrandi. Það er hluti af tilverunni að vera stöðugt að máta sig við menn og málefni, vega, meta og flokka. Hins vegar, þegar kemur að hegðun og framkomu gagnvart öðru fólki gilda ákveðnar reglur. Þær vísa veginn um hvernig okkur ber að koma fram við aðra og að ákveðin framkoma og hegðun, þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ gefur eiganda hennar ekki eitthvert sérstakt leyfi til að koma illa fram við þessa tilteknu manneskju. Honum leyfist ekki að hreyta í hana ónotum, niðurlægja hana eða sýna henni fyrirlitningu. Ef hann gerir það engu að síður ber okkur sem einstaklingum, atvinnurekendum, löggjafanum og samfélaginu að segja stopp, hingað og ekki lengra, EKKI MEIR, EKKI AFTUR.Skilvirkt viðbragðskerfi Ef kvörtun kemur frá einstaklingi sem upplifir að hafa orðið fyrir óásættanlegri framkomu eða einelti ber að grípa strax inn í með skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt viðbragðskerfi felur í sér að skoða málið, ræða við aðila og skila niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti af forvörnum sé það á annað borð sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að kanna réttmæti kvörtunarinnar. Eigi kvörtunin við rök að styðjast þarf að finna leiðir til að lágmarka skaðann sem orðið hefur, vinna með aðila og tryggja að framkoman endurtaki sig ekki. Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ og sýnir hana í framkomu á við vandamál að stríða. Hann hefur slaka tilfinningastjórn og leyfir neikvæðum tilfinningum að ráða för frekar en dómgreind og skynsemi. Gera má því skóna að innra með honum búi pirringur og minnimáttarkennd. Mesta gæfa þessarar manneskju væri að hafa innsæi í vanda sinn og vilja taka á honum. En jafnvel þótt innsæi skorti eða löngun til að láta af neikvæðri hegðun og framkomu geta allflestir engu að síður lært hvað má og ekki má. Í lærdómnum felst að meðtaka kröfuna um að láta af hinni neikvæðu hegðun gagnvart öðrum. Krafan er: Hvað sem þér þykir um þessa tilteknu manneskju ber þér að sýna henni almenna kurteisi eins og að bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að sýna henni andúð, fyrirlitningu, hroka, baktala hana eða hunsa. Hvað varðar börnin þá er ábyrgð okkar allra að brýna fyrir þeim að ekkert okkar er eins. Öll höfum við séreinkenni sem sýna á virðingu og umburðarlyndi. Segja þarf börnum að ekkert réttlæti að koma illa fram við aðra krakka, alveg sama hvað þeim finnst um þá. Við unglingana þarf einnig að árétta að skrifa aldrei neitt um aðra á netið sem þeir myndu ekki vilja að væri skrifað um þá. Fullorðnir eru fyrirmyndir barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína koma illa fram við aðra manneskju telur barnið að hegðun af þessu tagi sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja af og til, er ég góð fyrirmynd barna minna og annarra sem ég umgengst þegar kemur að framkomu og hegðun við annað fólk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hvað ég eða einhver annar hugsar kemur engum við. Sumar hugsanir eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi, þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í þeirri merkingu að við ákveðnar aðstæður eða áreiti þá skjótast þær fram og taka stjórnina. Hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar eru á ábyrgð þess einstaklings sem á þær og hann velur hvort hann ætlar að leyfa þeim að hafa einhver sérstök áhrif á líðan eða atferli sitt. Það er næstum því hægt að fullyrða að enginn fari í gegnum lífið án þess að upplifa einhvern tímann að einhver fari í taugarnar á sér. Það er ekki merki um að vera slæm manneskja að hugsa hugsanir eins og mér líkar ekki við þennan eða þessi er ekki mín týpa eða mér finnst þessi pirrandi. Það er hluti af tilverunni að vera stöðugt að máta sig við menn og málefni, vega, meta og flokka. Hins vegar, þegar kemur að hegðun og framkomu gagnvart öðru fólki gilda ákveðnar reglur. Þær vísa veginn um hvernig okkur ber að koma fram við aðra og að ákveðin framkoma og hegðun, þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ gefur eiganda hennar ekki eitthvert sérstakt leyfi til að koma illa fram við þessa tilteknu manneskju. Honum leyfist ekki að hreyta í hana ónotum, niðurlægja hana eða sýna henni fyrirlitningu. Ef hann gerir það engu að síður ber okkur sem einstaklingum, atvinnurekendum, löggjafanum og samfélaginu að segja stopp, hingað og ekki lengra, EKKI MEIR, EKKI AFTUR.Skilvirkt viðbragðskerfi Ef kvörtun kemur frá einstaklingi sem upplifir að hafa orðið fyrir óásættanlegri framkomu eða einelti ber að grípa strax inn í með skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt viðbragðskerfi felur í sér að skoða málið, ræða við aðila og skila niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti af forvörnum sé það á annað borð sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að kanna réttmæti kvörtunarinnar. Eigi kvörtunin við rök að styðjast þarf að finna leiðir til að lágmarka skaðann sem orðið hefur, vinna með aðila og tryggja að framkoman endurtaki sig ekki. Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ og sýnir hana í framkomu á við vandamál að stríða. Hann hefur slaka tilfinningastjórn og leyfir neikvæðum tilfinningum að ráða för frekar en dómgreind og skynsemi. Gera má því skóna að innra með honum búi pirringur og minnimáttarkennd. Mesta gæfa þessarar manneskju væri að hafa innsæi í vanda sinn og vilja taka á honum. En jafnvel þótt innsæi skorti eða löngun til að láta af neikvæðri hegðun og framkomu geta allflestir engu að síður lært hvað má og ekki má. Í lærdómnum felst að meðtaka kröfuna um að láta af hinni neikvæðu hegðun gagnvart öðrum. Krafan er: Hvað sem þér þykir um þessa tilteknu manneskju ber þér að sýna henni almenna kurteisi eins og að bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að sýna henni andúð, fyrirlitningu, hroka, baktala hana eða hunsa. Hvað varðar börnin þá er ábyrgð okkar allra að brýna fyrir þeim að ekkert okkar er eins. Öll höfum við séreinkenni sem sýna á virðingu og umburðarlyndi. Segja þarf börnum að ekkert réttlæti að koma illa fram við aðra krakka, alveg sama hvað þeim finnst um þá. Við unglingana þarf einnig að árétta að skrifa aldrei neitt um aðra á netið sem þeir myndu ekki vilja að væri skrifað um þá. Fullorðnir eru fyrirmyndir barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína koma illa fram við aðra manneskju telur barnið að hegðun af þessu tagi sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja af og til, er ég góð fyrirmynd barna minna og annarra sem ég umgengst þegar kemur að framkomu og hegðun við annað fólk?
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun