Mannréttindi brotin á eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Það er brot á stjórnarskránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mismunun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu.Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt.Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruðum eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er lífeyrir þeirra frá almannatryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almannatryggingum rennur til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilífeyrisþegar sínum lífeyri frá almannatryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Núverandi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega.Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til framfærslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Það er brot á stjórnarskránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mismunun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu.Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt.Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruðum eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er lífeyrir þeirra frá almannatryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almannatryggingum rennur til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilífeyrisþegar sínum lífeyri frá almannatryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Núverandi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega.Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til framfærslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun