Hrútar unnu þrenn stór verðlaun á Spáni um helgina Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2015 10:02 Hrútar hefur slegið í gegn. vísir Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta hlutu alls þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á laugardagskvöldið og var því sigursælust af miklum fjölda kvikmynda. Semana, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Valladolid á Spáni, er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta sinn í ár. Hrútar hlutu Gullna gaddinn fyrir bestu mynd hátíðarinnar og fengu áhorfendaverðlaun æskunnar. Að lokum deildi Grímur Hákonarson verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjóranum Deniz Gamze Ergüven. Aðalverðlaununum fylgir ríflegur fjárstyrkur til að kynna myndina fyrir frumsýningu í um 40 spænskum kvikmyndahúsum á næstu vikum. Grímar Jónsson framleiðandi var á staðnum á laugardagskvöldið og tók við verðlaununum. Grímur Hákonarson leikstjóri er staddur á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu þessa dagana. Grímar segir verðlaunin mikla viðurkenningu. „Dreifingaraðilinn á Spáni sem er að fara að frumsýna myndina eftir tvær vikur fær níu milljónir í peningum til að kynna myndina betur. Ég vona að það breyti einhverju. Það hlýtur að vera.“Þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk Grímar flutti þakkarræðu á spænsku, þrátt fyrir að skilja vart orð í því tungumáli. „Ég fékk smá hjálp við að halda ræðu á spænsku. Ég kann ekkert í spænsku. Ég talaði um það þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk af okkur nema við keyptum vín af þeim meðan áfengisbannið var í gildi.“ Grímar segist ekki vita hversu vel hafi tekist við flutninginn en fólk hafi alla vega hlegið að sögunni og borgarstjórinn í Valladolid hafi hrósað honum bak og fyrir fyrir flutninginn. Verðlaunaafhendingunni var varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar og eftir athöfnina beið fjöldinn allur af ljósmyndurunum og aðdáendum Hrúta eftir Grímari. Hrútar hafa sankað að sér verðlaunum síðustu mánuðina, síðan myndin hlaut hin eftirsóknarverðu Un Certain Regard verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Verðlaunin á laugardagskvöldið voru 11. verðlaunin sem hún hlýtur. Það voru ekki aðeins aðstandendur Hrúta sem unnu til verðlauna í Valladolid fyrir hönd Íslendinga. Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir bestan leik fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fúsi. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta hlutu alls þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á laugardagskvöldið og var því sigursælust af miklum fjölda kvikmynda. Semana, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Valladolid á Spáni, er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta sinn í ár. Hrútar hlutu Gullna gaddinn fyrir bestu mynd hátíðarinnar og fengu áhorfendaverðlaun æskunnar. Að lokum deildi Grímur Hákonarson verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjóranum Deniz Gamze Ergüven. Aðalverðlaununum fylgir ríflegur fjárstyrkur til að kynna myndina fyrir frumsýningu í um 40 spænskum kvikmyndahúsum á næstu vikum. Grímar Jónsson framleiðandi var á staðnum á laugardagskvöldið og tók við verðlaununum. Grímur Hákonarson leikstjóri er staddur á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu þessa dagana. Grímar segir verðlaunin mikla viðurkenningu. „Dreifingaraðilinn á Spáni sem er að fara að frumsýna myndina eftir tvær vikur fær níu milljónir í peningum til að kynna myndina betur. Ég vona að það breyti einhverju. Það hlýtur að vera.“Þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk Grímar flutti þakkarræðu á spænsku, þrátt fyrir að skilja vart orð í því tungumáli. „Ég fékk smá hjálp við að halda ræðu á spænsku. Ég kann ekkert í spænsku. Ég talaði um það þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk af okkur nema við keyptum vín af þeim meðan áfengisbannið var í gildi.“ Grímar segist ekki vita hversu vel hafi tekist við flutninginn en fólk hafi alla vega hlegið að sögunni og borgarstjórinn í Valladolid hafi hrósað honum bak og fyrir fyrir flutninginn. Verðlaunaafhendingunni var varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar og eftir athöfnina beið fjöldinn allur af ljósmyndurunum og aðdáendum Hrúta eftir Grímari. Hrútar hafa sankað að sér verðlaunum síðustu mánuðina, síðan myndin hlaut hin eftirsóknarverðu Un Certain Regard verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Verðlaunin á laugardagskvöldið voru 11. verðlaunin sem hún hlýtur. Það voru ekki aðeins aðstandendur Hrúta sem unnu til verðlauna í Valladolid fyrir hönd Íslendinga. Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir bestan leik fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fúsi.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira