Íslendingar þurfi að vera á varðbergi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2015 19:34 Ólöf Nordal vísir/anton brink Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21