Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2015 15:00 Stuðningsmenn Ólafs eru hér til vinstri en gagnrýnendur í hægri dálknum. Vísir Vísir birti í morgun viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands þar sem hann kveður allfast að orði. Tilefnið eru árásirnar í París, sem Ólafur Ragnar telur marka þáttaskil í baráttunni við íslamska vígamenn. Forsetinn telur ljóst að nú dugi engin vettlingatök og hann beinir orðum sínum sérstaklega að umræðunni sem slíkri: „Og mikilvægt fyrir okkur á Íslandi, í umræðunni heima að við skiljum þetta og við förum ekki að saka hvert annað um öfga eða æsingar eða óeðlileg sjónarmið. Þetta er gersamlega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfirvegaðan hátt og átta sig á því að þetta eru þáttaskil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þessari umræðu heldur sýna hvert öðru skilning og hlusta á þau sjónarmið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finnist kannski sumt af því vera frekar öfgakennt,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars. En, menn ætla ekki að taka hann á orðinu með það, umræðan einkennist engan veginn af samstöðu, sitt sýnist hverjum og ýmist fagnar fólk orðum Ólafs eða hreinlega fordæma forsetann og hans afstöðu. Talsverð umræða hefur sprottið upp á athugasemdakerfi Vísis og á Facebook leggja menn orð í belg.„Ólafur er góður forseti – ég vil hann áfram“ Lítum fyrst til þeirra sem fagna forsetanum og orðum hans:Gylfi Ægisson er ánægður með sinn mann á Bessastöðum.„Gott hjá þér Ólafur Ragnar Grímsson!“ segir tónlistarmaðurinn Gylfi Viðar Ægisson, ánægður með sinn mann. Og það má einnig segja um Séra Kristinn Jens Sigurþórsson: „Mér finnst framsetning forsetans í viðtalinu í morgun skynsamleg. Þó verður fólk að átta sig á því, að það sem hann segir hér um öfga Íslam á í rauninni við um allt sem heitir Íslam og er stutt af Kóraninum: "...Og þetta gera þeir á þann hátt að fórna hverjum sem er, þeir líka ýta til hliðar mannréttindum, þeir virða ekki réttindi kvenna, eða jafnréttindi einstaklinga, málfrelsi, trúfrelsi eða nokkuð það annað sem er grundvallaratriði í okkar samfélögum." Þessi voru orð forsetans í morgunútvarpi Bylgjunnar, og hér má svo bæta við að í fjölmörgum löndum múslíma er dauðarefsing við samkynhneigð.“ Margrét Frikkadóttir, sem hefur verið virk í umræðunni og gagnrýnt íslam mjög er á sama máli: „Ólafur er góður forseti ég vil hann áfram!“ skrifar Margrét og vitnar í orð frétt Vísis: „Forsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi.“ Og á Twitter segir Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem hefur í gegnum tíðina verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars: „Sama hvað hver segir, þá er þetta staðreynd.“Á sömu línu og Le Pen Hinir virðast þó sýnu fleiri sem eru hreint ekkert ánægðir með orð Ólafs Ragnars Grímssonar. Einn þeirra er Pálmi Gestsson leikari: „Vill þessi þjóðhöfðingi fara í stríð?“ Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona og „casting director“ þarf ekki mörg orð heldur, til að koma skoðunum sínum á framfæri: „Þetta er ekki forseti minn. Sem talar eins og stríðshvetjandi mikilmennskubrjálæðingur.“Grímur Atlason telur forsetann á svipaðri línu og Le Pen.Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves þarf fleiri orð til að lýsa sínum skoðunum á orðum forseta Íslands: „Forsetinn (þessi sem gekk Keflavíkurgöngur um árið) er á því að lausnin sé að ráðast á einkennin frekar en rót vandans. Við hin, sem teljum að lausnir hagsmunasamtaka vopnaframleiðenda séu fullreyndar, erum bara barnalegir einfeldingar. Hugsa að Ólafur Ragnar sé að spila á hörpuna fyrir næsta hóp kjósenda sinna - þessa sem óttast breytingar og útlönd. Hann hefur hlotið talsvert lof fyrir framgönguna hjá hlustendum útvarps Sögu og hjá þeim sem hringja inn í Reykjavík Síðdegis. Þau tala skýrt og eru á svipaðri línu þau: Marie Le Pen, Sigmundur Davíð og forseti Íslands.“ Og, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, sérfræðingur í Ólafi Ragnari hafandi skrifað sérstaka bók um hann – „Bessastaðabækurnar“ telur sig sjá þarna augljós merki um að hann ætli að gefa kost á sér áfram: „Jæja, þá er það komið á hreint. Ólafur Ragnar ætlar aftur í framboð. Ástand heimsmála og yfirvofandi hætta hér heima kallar á sterkan forseta.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vísir birti í morgun viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands þar sem hann kveður allfast að orði. Tilefnið eru árásirnar í París, sem Ólafur Ragnar telur marka þáttaskil í baráttunni við íslamska vígamenn. Forsetinn telur ljóst að nú dugi engin vettlingatök og hann beinir orðum sínum sérstaklega að umræðunni sem slíkri: „Og mikilvægt fyrir okkur á Íslandi, í umræðunni heima að við skiljum þetta og við förum ekki að saka hvert annað um öfga eða æsingar eða óeðlileg sjónarmið. Þetta er gersamlega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfirvegaðan hátt og átta sig á því að þetta eru þáttaskil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þessari umræðu heldur sýna hvert öðru skilning og hlusta á þau sjónarmið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finnist kannski sumt af því vera frekar öfgakennt,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars. En, menn ætla ekki að taka hann á orðinu með það, umræðan einkennist engan veginn af samstöðu, sitt sýnist hverjum og ýmist fagnar fólk orðum Ólafs eða hreinlega fordæma forsetann og hans afstöðu. Talsverð umræða hefur sprottið upp á athugasemdakerfi Vísis og á Facebook leggja menn orð í belg.„Ólafur er góður forseti – ég vil hann áfram“ Lítum fyrst til þeirra sem fagna forsetanum og orðum hans:Gylfi Ægisson er ánægður með sinn mann á Bessastöðum.„Gott hjá þér Ólafur Ragnar Grímsson!“ segir tónlistarmaðurinn Gylfi Viðar Ægisson, ánægður með sinn mann. Og það má einnig segja um Séra Kristinn Jens Sigurþórsson: „Mér finnst framsetning forsetans í viðtalinu í morgun skynsamleg. Þó verður fólk að átta sig á því, að það sem hann segir hér um öfga Íslam á í rauninni við um allt sem heitir Íslam og er stutt af Kóraninum: "...Og þetta gera þeir á þann hátt að fórna hverjum sem er, þeir líka ýta til hliðar mannréttindum, þeir virða ekki réttindi kvenna, eða jafnréttindi einstaklinga, málfrelsi, trúfrelsi eða nokkuð það annað sem er grundvallaratriði í okkar samfélögum." Þessi voru orð forsetans í morgunútvarpi Bylgjunnar, og hér má svo bæta við að í fjölmörgum löndum múslíma er dauðarefsing við samkynhneigð.“ Margrét Frikkadóttir, sem hefur verið virk í umræðunni og gagnrýnt íslam mjög er á sama máli: „Ólafur er góður forseti ég vil hann áfram!“ skrifar Margrét og vitnar í orð frétt Vísis: „Forsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi.“ Og á Twitter segir Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem hefur í gegnum tíðina verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars: „Sama hvað hver segir, þá er þetta staðreynd.“Á sömu línu og Le Pen Hinir virðast þó sýnu fleiri sem eru hreint ekkert ánægðir með orð Ólafs Ragnars Grímssonar. Einn þeirra er Pálmi Gestsson leikari: „Vill þessi þjóðhöfðingi fara í stríð?“ Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona og „casting director“ þarf ekki mörg orð heldur, til að koma skoðunum sínum á framfæri: „Þetta er ekki forseti minn. Sem talar eins og stríðshvetjandi mikilmennskubrjálæðingur.“Grímur Atlason telur forsetann á svipaðri línu og Le Pen.Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves þarf fleiri orð til að lýsa sínum skoðunum á orðum forseta Íslands: „Forsetinn (þessi sem gekk Keflavíkurgöngur um árið) er á því að lausnin sé að ráðast á einkennin frekar en rót vandans. Við hin, sem teljum að lausnir hagsmunasamtaka vopnaframleiðenda séu fullreyndar, erum bara barnalegir einfeldingar. Hugsa að Ólafur Ragnar sé að spila á hörpuna fyrir næsta hóp kjósenda sinna - þessa sem óttast breytingar og útlönd. Hann hefur hlotið talsvert lof fyrir framgönguna hjá hlustendum útvarps Sögu og hjá þeim sem hringja inn í Reykjavík Síðdegis. Þau tala skýrt og eru á svipaðri línu þau: Marie Le Pen, Sigmundur Davíð og forseti Íslands.“ Og, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, sérfræðingur í Ólafi Ragnari hafandi skrifað sérstaka bók um hann – „Bessastaðabækurnar“ telur sig sjá þarna augljós merki um að hann ætli að gefa kost á sér áfram: „Jæja, þá er það komið á hreint. Ólafur Ragnar ætlar aftur í framboð. Ástand heimsmála og yfirvofandi hætta hér heima kallar á sterkan forseta.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30