Hraunið erfitt yfirferðar svo ferja þarf búnað og menn á vettvang með þyrlu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:50 Frá aðgerðum á vettvangi í gær. vísir/ernir Aðgerðir eru að hefjast á vettvangi í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa en flugvél brotlenti þar síðdegis í gær. Tveir menn létust í slysinu en báðir voru þeir kennarar við Flugskóla Íslands. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og rannsóknardeildar lögreglunnar muni vinna á vettvangi í dag. „Aðstæður eru mjög erfiðar þar sem þarna er mosi, hraun og gjótur. Það er eiginlega þannig séð ófært að rölta þetta eða það tekur mjög langan tíma og því þarf að ferja búnað og menn með þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvenær áætlað er að rannsókn á vettvangi ljúki segir Margeir ómögulegt að segja til um það. Þegar henni lýkur mun flakið verða flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa á Reykjavíkurflugvelli sem fer með rannsókn slyssins. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri, og eins og áður segir kennarar við Flugskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum sem send var út í gærkvöldi kemur fram að kennurum og nemendum í flugskólanum, sem og Tækniskólanum sem flugskólinn tilheyrir, hafi verið boðin áfallahjálp vegna slyssins. Allt skólastarf fellur niður í dag vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Aðgerðir eru að hefjast á vettvangi í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa en flugvél brotlenti þar síðdegis í gær. Tveir menn létust í slysinu en báðir voru þeir kennarar við Flugskóla Íslands. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og rannsóknardeildar lögreglunnar muni vinna á vettvangi í dag. „Aðstæður eru mjög erfiðar þar sem þarna er mosi, hraun og gjótur. Það er eiginlega þannig séð ófært að rölta þetta eða það tekur mjög langan tíma og því þarf að ferja búnað og menn með þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvenær áætlað er að rannsókn á vettvangi ljúki segir Margeir ómögulegt að segja til um það. Þegar henni lýkur mun flakið verða flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa á Reykjavíkurflugvelli sem fer með rannsókn slyssins. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri, og eins og áður segir kennarar við Flugskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum sem send var út í gærkvöldi kemur fram að kennurum og nemendum í flugskólanum, sem og Tækniskólanum sem flugskólinn tilheyrir, hafi verið boðin áfallahjálp vegna slyssins. Allt skólastarf fellur niður í dag vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46
Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15
Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47