Skákheimurinn horfir til Íslands á ný Svavar Hávarðsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 133 stórmeistarar mæta til leiks í Laugardalshöll. Sterkasta skákmót ársins í heiminum hefst í Laugardalshöll í dag. Þá setjast að tafli skáksveitir 35 landa til að berjast um Evrópumeistaratign landsliða. Í hópi skákmeistara eru tíu af tuttugu sterkustu skákmeisturum heims með norska heimsmeistarann Magnus Carlsen í fararbroddi. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem átti hugmyndina að því að koma með þennan stórviðburð til Íslands, segir að óumdeilanlegt sé að EM landsliða sé stærsti skákviðburður á Íslandi allt frá því að Bobby Fischer og Boris Spasskí tefldu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Undirbúningur hefur staðið síðustu fjögur ár enda er umfang mótsins gríðarlegt, en erlendir gestir eru um 500 talsins. „Fólk má eiga von á þvílíkri veislu og spennu í Höllinni,“ lofar Gunnar en auk Skáksambands Íslands stendur að Evrópumótinu Skáksamband Evrópu, með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki en af 178 keppendum eru 133 stórmeistarar mættir til leiks. Í kvennaflokki senda þrjátíu lönd sín lið þar sem þrettán stórmeistarar eru meðal 146 keppenda. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd – landslið karla og kvenna auk „gullaldarliðsins“ sem skipað er hjörð sjóaðra stórmeistara, eða þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og Friðriki Ólafssyni. Þeir náðu 5. sæti á Ólympíuskákmótinu 1986, sem er besti árangur sem íslenskt skáklandslið hefur náð. Skákskríbentar erlendir telja Rússa sigurstranglegasta í opnum flokki enda með sterkasta liðið á pappírnum. Ríkjandi Evrópumeistarar Asera munu þó hafa eitthvað um það að segja enda hafa þeir hampað titlinum í tveimur af þremur síðustu Evrópumótum þvert á líkur. Lið Úkraínu er þá einnig ægisterkt, sem jafnframt verður sagt um sveit Frakka, Englendinga og Armena. Í kvennaflokki eru þrjú lið í sérflokki - sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu. Erfitt er að meta hvað telja má ásættanlegan árangur fyrir íslensku liðin. Viðmælendur Fréttablaðsins nefna að fyrir karlaliðið megi lokasæti um miðjan hóp teljast ásættanlegur árangur – kvennaliðið er spurningarmerki. En um það eru menn sammála að ef skákgyðjan leiðir saman gullaldarliðið og íslenska karlaliðið þá muni höllin víbra af spennu, enda tap óhugsandi fyrir báðar sveitir. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Sterkasta skákmót ársins í heiminum hefst í Laugardalshöll í dag. Þá setjast að tafli skáksveitir 35 landa til að berjast um Evrópumeistaratign landsliða. Í hópi skákmeistara eru tíu af tuttugu sterkustu skákmeisturum heims með norska heimsmeistarann Magnus Carlsen í fararbroddi. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem átti hugmyndina að því að koma með þennan stórviðburð til Íslands, segir að óumdeilanlegt sé að EM landsliða sé stærsti skákviðburður á Íslandi allt frá því að Bobby Fischer og Boris Spasskí tefldu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Undirbúningur hefur staðið síðustu fjögur ár enda er umfang mótsins gríðarlegt, en erlendir gestir eru um 500 talsins. „Fólk má eiga von á þvílíkri veislu og spennu í Höllinni,“ lofar Gunnar en auk Skáksambands Íslands stendur að Evrópumótinu Skáksamband Evrópu, með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki en af 178 keppendum eru 133 stórmeistarar mættir til leiks. Í kvennaflokki senda þrjátíu lönd sín lið þar sem þrettán stórmeistarar eru meðal 146 keppenda. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd – landslið karla og kvenna auk „gullaldarliðsins“ sem skipað er hjörð sjóaðra stórmeistara, eða þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og Friðriki Ólafssyni. Þeir náðu 5. sæti á Ólympíuskákmótinu 1986, sem er besti árangur sem íslenskt skáklandslið hefur náð. Skákskríbentar erlendir telja Rússa sigurstranglegasta í opnum flokki enda með sterkasta liðið á pappírnum. Ríkjandi Evrópumeistarar Asera munu þó hafa eitthvað um það að segja enda hafa þeir hampað titlinum í tveimur af þremur síðustu Evrópumótum þvert á líkur. Lið Úkraínu er þá einnig ægisterkt, sem jafnframt verður sagt um sveit Frakka, Englendinga og Armena. Í kvennaflokki eru þrjú lið í sérflokki - sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu. Erfitt er að meta hvað telja má ásættanlegan árangur fyrir íslensku liðin. Viðmælendur Fréttablaðsins nefna að fyrir karlaliðið megi lokasæti um miðjan hóp teljast ásættanlegur árangur – kvennaliðið er spurningarmerki. En um það eru menn sammála að ef skákgyðjan leiðir saman gullaldarliðið og íslenska karlaliðið þá muni höllin víbra af spennu, enda tap óhugsandi fyrir báðar sveitir.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira