Stiklan fyrir Zoolander 2 setur met Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2015 15:46 Kvikmyndaverið Paramount Pictures greinir frá því að stikla fyrir Zoolander 2 hefði slegið met í áhorfi á grínstiklur. Stiklan fékk 52,5 milljónir áhorfa á netinu á einni viku, sem er það mesta sem stikla fyrir gamanmynd hefur fengið. Myndin verður frumsýnd 12. febrúar á næsta ári en í henni fer Ben Stiller aftur í hlutverk fyrirsætunnar Derek Zoolander en fyrsta myndin sló rækilega í gegn árið 2001. Owen Wilson mætir einnig aftur af sem fyrirsætan Hansel og þá mun Will Ferrell leika tískumógúlinn Mugatu á ný. Í þessari mynd er Derek og Hansel fengnir til að rannsaka djöfullega áætlun sem virðist miðast að því að koma fallegasta fólki heims fyrir kattarnef. Á meðal annarra leikara sem koma fyrir í myndinni eru Penelope Cruz, Kristen Wiig, Fred Armisen, Milla Jovovich, Christine Taylor, Justin Theroux, Kyle Mooney, Benedict Cumberbatch og Ólafur Darri Ólafsson. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndaverið Paramount Pictures greinir frá því að stikla fyrir Zoolander 2 hefði slegið met í áhorfi á grínstiklur. Stiklan fékk 52,5 milljónir áhorfa á netinu á einni viku, sem er það mesta sem stikla fyrir gamanmynd hefur fengið. Myndin verður frumsýnd 12. febrúar á næsta ári en í henni fer Ben Stiller aftur í hlutverk fyrirsætunnar Derek Zoolander en fyrsta myndin sló rækilega í gegn árið 2001. Owen Wilson mætir einnig aftur af sem fyrirsætan Hansel og þá mun Will Ferrell leika tískumógúlinn Mugatu á ný. Í þessari mynd er Derek og Hansel fengnir til að rannsaka djöfullega áætlun sem virðist miðast að því að koma fallegasta fólki heims fyrir kattarnef. Á meðal annarra leikara sem koma fyrir í myndinni eru Penelope Cruz, Kristen Wiig, Fred Armisen, Milla Jovovich, Christine Taylor, Justin Theroux, Kyle Mooney, Benedict Cumberbatch og Ólafur Darri Ólafsson.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein