Kúluvarpsmót á miðju hallargólfinu á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 13:00 Pétur Guðmundssion setti metin sín í nóvember 1990. Mynd/Brynjar Gauti Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG. Pétur bætti bæði met Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka, haustið 1990 en metin voru bæði orðin þrettán ára gömul þegar Pétur sló þau. Hreinn hafði kastað 20,59 metra innanhúss og 21,09 metra utanhúss árið 1977. Pétur bætt bæði metin með því að kasta 20,66 metra innanhúss og 21,26 metra utanhúss. Afmælismótið verður alþjóðlegt kúluvarpsmót og hefst klukkan 13.00 á morgun. Upphitun og kynning á keppendum hefst 12:30. Kúluvarpið verður haldið á miðju hallargólfinu og það verða stúkur í kring svo stemmning verði enn betri. Frítt er á viðburðinn og tekur mótið um klukkutíma. Enginn hefur náð metinu af Pétri á þessum aldafjórðungi og enginn hefur heldur náð að kasta lengra en Hreinn. Óðinn Björn Þorsteinsson komst næst því þegar hann kastaði 19,83 metra utanhúss árið 2011 og 20,22 metra innanhúss árið 2012. Óðinn Björn er einn af sjö keppendum sem eru skráðir til leiks á mótið en meðal þeirra eru Hollendingurinn Remco Goetheer og Írinn John Kelly. Óðinn Björn hefur kastað lengst og er því sigurstranglegastur á þessu móti. Íslensku keppendurnir eru Guðni Valur Guðnason, Orri Davíðsson, Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson. Frétt DV um Íslandsmet Péturs Guðmundssonar í nóvember 1990. Frétt um Íslandsmet Péturs í DV í nóvember 1990. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG. Pétur bætti bæði met Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka, haustið 1990 en metin voru bæði orðin þrettán ára gömul þegar Pétur sló þau. Hreinn hafði kastað 20,59 metra innanhúss og 21,09 metra utanhúss árið 1977. Pétur bætt bæði metin með því að kasta 20,66 metra innanhúss og 21,26 metra utanhúss. Afmælismótið verður alþjóðlegt kúluvarpsmót og hefst klukkan 13.00 á morgun. Upphitun og kynning á keppendum hefst 12:30. Kúluvarpið verður haldið á miðju hallargólfinu og það verða stúkur í kring svo stemmning verði enn betri. Frítt er á viðburðinn og tekur mótið um klukkutíma. Enginn hefur náð metinu af Pétri á þessum aldafjórðungi og enginn hefur heldur náð að kasta lengra en Hreinn. Óðinn Björn Þorsteinsson komst næst því þegar hann kastaði 19,83 metra utanhúss árið 2011 og 20,22 metra innanhúss árið 2012. Óðinn Björn er einn af sjö keppendum sem eru skráðir til leiks á mótið en meðal þeirra eru Hollendingurinn Remco Goetheer og Írinn John Kelly. Óðinn Björn hefur kastað lengst og er því sigurstranglegastur á þessu móti. Íslensku keppendurnir eru Guðni Valur Guðnason, Orri Davíðsson, Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson. Frétt DV um Íslandsmet Péturs Guðmundssonar í nóvember 1990. Frétt um Íslandsmet Péturs í DV í nóvember 1990.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira