Þakkargjörðarmartröð fyrir Dallas og Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2015 07:43 Tony Romo meiddist, enn og aftur, í nótt. Vísir/Getty Að venju fóru þrír leikir fram í NFL-deildinni í gær, á þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum, en fátt virðist geta stöðvað Carolina Panthers. Carolina vann stórsigur á Dallas, 33-14, og hefur þar með unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Þetta var í raun síðasti möguleiki Dallas á að komast í úrslitakeppnina en kvöldið var hrein martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Leikstjórnandinn Tony Romo, sem er nýkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla, meiddist aftur í leiknum í nótt. Talið er að Romo, sem var frá vegna viðbeinsbrots, hafi brotnað aftur á sama stað eftir að hann var tekinn niður í leiknum af varnarmanni Charlotte. Dallas hefur nú unnið þrjá leiki af ellefu en hin liðin í austurriðli Þjóðardeildarinnar hafa unnið aðeins fjóra eða fimm. En þar sem að Dallas tapaði öllum sjö leikjunum í fjarveru Romo fyrr á tímabilinu er fátt sem bendir til þess að liðið geti gert nóg á þeim fimm vikum sem eru eftir fram að úrslitakeppni til að vinna riðilinn. Rodgers óskar Cutler til hamingju með sigurinn.Vísir/Getty Cutler hafði betur gegn Rodgers Green Bay tapaði óvænt á heimavelli fyrir Chicago, 17-13. Þetta var annað tap Green Bay á heimavelli í röð sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur og kastaði boltanum frá sér þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jay Cutler, leikstjóranndi Chicago, gerði svo nóg til að klára leikinn. Green Bay missti þar með efsta sæti í norðurriðli Ameríkudeildarinnar en Minnesota er efst. Bæði lið eru með sjö sigra en Minnesota leikur um helgina gegn Atlanta á útivelli. Chicago er í þriðja sæti með fimm sigra og heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Calvin Johnson skoraði þrjú snertimörk gegn Eagles.Vísir/Getty Ljónin fóru illa með ernina Detroit Lions er neðst í þessum sama riðli en í gær gersigraði liðið Philadelphia Eagles, 45-14. Philadelphia er hins vegar í sama riðli og Dallas, austurriðli Þjóðardeildarinnar, og er aðeins einum sigri frá toppliði New York Giants. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í úrslitakeppninna ásamt tveimur bestu liðunum þar á eftir úr hvorri deild, Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni.Staðan í NFL-deildinni. Fjöldamargir leikir fara að venju fram á sunnudaginn en leikur Seattle Seahawks og Pittsburgh Steelers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brett Favre sneri aftur til Green Bay í nótt en treyja þessa fyrrum leikstjórnanda liðsins, númer 4, verður ekki aftur notuð hjá félaginu honum til heiðurs.Vísir/Getty NFL Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Að venju fóru þrír leikir fram í NFL-deildinni í gær, á þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum, en fátt virðist geta stöðvað Carolina Panthers. Carolina vann stórsigur á Dallas, 33-14, og hefur þar með unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Þetta var í raun síðasti möguleiki Dallas á að komast í úrslitakeppnina en kvöldið var hrein martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Leikstjórnandinn Tony Romo, sem er nýkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla, meiddist aftur í leiknum í nótt. Talið er að Romo, sem var frá vegna viðbeinsbrots, hafi brotnað aftur á sama stað eftir að hann var tekinn niður í leiknum af varnarmanni Charlotte. Dallas hefur nú unnið þrjá leiki af ellefu en hin liðin í austurriðli Þjóðardeildarinnar hafa unnið aðeins fjóra eða fimm. En þar sem að Dallas tapaði öllum sjö leikjunum í fjarveru Romo fyrr á tímabilinu er fátt sem bendir til þess að liðið geti gert nóg á þeim fimm vikum sem eru eftir fram að úrslitakeppni til að vinna riðilinn. Rodgers óskar Cutler til hamingju með sigurinn.Vísir/Getty Cutler hafði betur gegn Rodgers Green Bay tapaði óvænt á heimavelli fyrir Chicago, 17-13. Þetta var annað tap Green Bay á heimavelli í röð sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur og kastaði boltanum frá sér þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jay Cutler, leikstjóranndi Chicago, gerði svo nóg til að klára leikinn. Green Bay missti þar með efsta sæti í norðurriðli Ameríkudeildarinnar en Minnesota er efst. Bæði lið eru með sjö sigra en Minnesota leikur um helgina gegn Atlanta á útivelli. Chicago er í þriðja sæti með fimm sigra og heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Calvin Johnson skoraði þrjú snertimörk gegn Eagles.Vísir/Getty Ljónin fóru illa með ernina Detroit Lions er neðst í þessum sama riðli en í gær gersigraði liðið Philadelphia Eagles, 45-14. Philadelphia er hins vegar í sama riðli og Dallas, austurriðli Þjóðardeildarinnar, og er aðeins einum sigri frá toppliði New York Giants. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í úrslitakeppninna ásamt tveimur bestu liðunum þar á eftir úr hvorri deild, Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni.Staðan í NFL-deildinni. Fjöldamargir leikir fara að venju fram á sunnudaginn en leikur Seattle Seahawks og Pittsburgh Steelers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brett Favre sneri aftur til Green Bay í nótt en treyja þessa fyrrum leikstjórnanda liðsins, númer 4, verður ekki aftur notuð hjá félaginu honum til heiðurs.Vísir/Getty
NFL Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn