Helena: Fótboltastelpur ná fleiri landsleikjum en ég á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2015 12:30 Helena Sverrisdóttir er besta körfuboltakona landsins og hefur verið það um árabil. vísir/getty Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00