Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 11:20 Ásta Kristín Andrésdótir og heilbrigðisstarfsfólk fagnaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hér fallast Ásta Kristín og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, í faðma. Vísir/Stefán Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir svo sannarlega ástæða til hamingjuóska eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjölmenni var í dómssal þegar dómur var upp kveðinn og féllu gleðitár. Greinilegt var að léttirinn var mikill. „Það brutust út fagnaðarlæti. Fólk var mjög ánægt með þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þessi dómur er náttúrulega fyrst og fremst ánægjulegur fyrir þennan hjúkrunarfræðing sem var fyrir dómi. Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Kalla eftir rannsóknarnefnd Var hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Ólafur segir það almenna skoðun fólks í heilbrigðisgeiranum að ekki eigi að ákæra í málum sem þessum.Fólki er mjög umhgað um Ástu „Ef við eigum að læra af mistökum verður fólk að þora að segja frá þeim. Eigi þeir á hættu að verða ákærðir fyrir það er ég ansi hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Með öryggi sjúklinga að leiðarljósi held ég að það sé algjörlega rétta leiðin að málin séu rannsökuð á þann hátt að fólk læri af mistökunum og komi í veg fyrir að þau gerist aftur.“ Formaðurinn segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. „Fólk hefur haft miklar áhyggjur og fólki er mjög umhugað um Ástu. Þungu fargi er af okkur létt,“ segir Ólafur. Framundan sé lestur dómsins og svo fundir með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum bæði í dag og á morgun. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir svo sannarlega ástæða til hamingjuóska eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjölmenni var í dómssal þegar dómur var upp kveðinn og féllu gleðitár. Greinilegt var að léttirinn var mikill. „Það brutust út fagnaðarlæti. Fólk var mjög ánægt með þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þessi dómur er náttúrulega fyrst og fremst ánægjulegur fyrir þennan hjúkrunarfræðing sem var fyrir dómi. Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Kalla eftir rannsóknarnefnd Var hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Ólafur segir það almenna skoðun fólks í heilbrigðisgeiranum að ekki eigi að ákæra í málum sem þessum.Fólki er mjög umhgað um Ástu „Ef við eigum að læra af mistökum verður fólk að þora að segja frá þeim. Eigi þeir á hættu að verða ákærðir fyrir það er ég ansi hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Með öryggi sjúklinga að leiðarljósi held ég að það sé algjörlega rétta leiðin að málin séu rannsökuð á þann hátt að fólk læri af mistökunum og komi í veg fyrir að þau gerist aftur.“ Formaðurinn segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. „Fólk hefur haft miklar áhyggjur og fólki er mjög umhugað um Ástu. Þungu fargi er af okkur létt,“ segir Ólafur. Framundan sé lestur dómsins og svo fundir með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum bæði í dag og á morgun.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34