Bandaríkin ekki í stríði við múslima Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2015 06:00 Obama Bandaríkjaforseti flutti ávarpið frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu til að leggja sérstaka áherslu á mikilvægið. Fréttablaðið/EPA Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira
Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira