Bandaríkin ekki í stríði við múslima Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2015 06:00 Obama Bandaríkjaforseti flutti ávarpið frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu til að leggja sérstaka áherslu á mikilvægið. Fréttablaðið/EPA Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira