Fræði og fjölmenning Jón Atli Benediktsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun