Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:42 Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR. Vísir/Daníel Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru í dag valin íþróttafólk ársins 2015 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Thelma Björg var að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst í dag við viðhöfn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík en það hefur fyrir löngu skapast skemmtileg hefð fyrir því að hefja jólamánuðinn með því að verðlauna besta íþróttafólk fatlaðra á árinu sem er að líða. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Helgi hlýtur nafnbótina og í þriðja sinn sem Thelma er kjörin.Thelma Björg setti 30 Íslandsmet á árinu, hún varð Norðurlandameistari í 400 metra skriðsundi og náði fimmta sætinu í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Glasgow. Thelma Björg var ekki viðstödd afhendinguna því hún er að keppa á móti í Póllandi þar sem hún er að reyna að ná lágmörkum á Ólympíumót fatlaðra í Ríó á næsta ári. Thelma Björg er aðeins önnur konan í sögunni til að vera útnefnd íþróttakona ársins hjá fötluðum oftar þrisvar sinnum eða oftar en hún er Kristín Rós Hákonardóttir sem hlaut nafnbótina tólf ár í röð frá 1995 til 2006.Helgi vann brons á heimsmeistaramótinu í spjótkasti í ár og setti þá heimsmeistaramótsmet í sínum flokki en þrír flokkar voru sameinaðir á HM. Helgi bætti einnig heimsmet Kínverjans Fu Yanlong á árinu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla heimsmetinu á þessu ári.Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi: 2015 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2014 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2013 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2012 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR (frjálsar íþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2011 Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir (sund) 2010 Erna Friðriksdóttir, Höttur Eglisstöðum (vetraríþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp (sund) 2009 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2008 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2007 Karen Björg Gísladóttir, Fjörður (sund) og Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes (borðtennis) 2006 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2005 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp (sund) 2003 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2002 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Ö. Ólafsson, Ösp (sund) 2001 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Bjarki Birgisson, ÍFR (sund) 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi (frjálsar íþróttir) 1999 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1998 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Pálmar Guðmundsson, ÍFR (sund) 1997 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1996 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1995 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1993 Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1992 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1991 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1989 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1988 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1987 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1986 Haukur Gunnarsson ÍFR (frjálsar íþróttir) 1985 Ína Valsdóttir, Ösp (sund) 1984 Jónas Óskarsson, Völsungi (sund) 1983 Sigurður Pétursson Ösp (sund) 1982 Elísabeth Vilhjálmsdóttir, ÍFR (bogfimi) 1981 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1980 Sigurrós Karlsdóttir, Akur (sund) 1979 Edda Bergmann, ÍFR (sund) 1978 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1977 Hörður Barðdal, ÍFR (sund) Fréttir ársins 2015 Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru í dag valin íþróttafólk ársins 2015 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Thelma Björg var að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst í dag við viðhöfn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík en það hefur fyrir löngu skapast skemmtileg hefð fyrir því að hefja jólamánuðinn með því að verðlauna besta íþróttafólk fatlaðra á árinu sem er að líða. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Helgi hlýtur nafnbótina og í þriðja sinn sem Thelma er kjörin.Thelma Björg setti 30 Íslandsmet á árinu, hún varð Norðurlandameistari í 400 metra skriðsundi og náði fimmta sætinu í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Glasgow. Thelma Björg var ekki viðstödd afhendinguna því hún er að keppa á móti í Póllandi þar sem hún er að reyna að ná lágmörkum á Ólympíumót fatlaðra í Ríó á næsta ári. Thelma Björg er aðeins önnur konan í sögunni til að vera útnefnd íþróttakona ársins hjá fötluðum oftar þrisvar sinnum eða oftar en hún er Kristín Rós Hákonardóttir sem hlaut nafnbótina tólf ár í röð frá 1995 til 2006.Helgi vann brons á heimsmeistaramótinu í spjótkasti í ár og setti þá heimsmeistaramótsmet í sínum flokki en þrír flokkar voru sameinaðir á HM. Helgi bætti einnig heimsmet Kínverjans Fu Yanlong á árinu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla heimsmetinu á þessu ári.Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi: 2015 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2014 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2013 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2012 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR (frjálsar íþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2011 Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir (sund) 2010 Erna Friðriksdóttir, Höttur Eglisstöðum (vetraríþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp (sund) 2009 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2008 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2007 Karen Björg Gísladóttir, Fjörður (sund) og Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes (borðtennis) 2006 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2005 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp (sund) 2003 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2002 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Ö. Ólafsson, Ösp (sund) 2001 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Bjarki Birgisson, ÍFR (sund) 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi (frjálsar íþróttir) 1999 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1998 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Pálmar Guðmundsson, ÍFR (sund) 1997 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1996 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1995 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1993 Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1992 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1991 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1989 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1988 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1987 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1986 Haukur Gunnarsson ÍFR (frjálsar íþróttir) 1985 Ína Valsdóttir, Ösp (sund) 1984 Jónas Óskarsson, Völsungi (sund) 1983 Sigurður Pétursson Ösp (sund) 1982 Elísabeth Vilhjálmsdóttir, ÍFR (bogfimi) 1981 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1980 Sigurrós Karlsdóttir, Akur (sund) 1979 Edda Bergmann, ÍFR (sund) 1978 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1977 Hörður Barðdal, ÍFR (sund)
Fréttir ársins 2015 Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira