Palmer í stuði þegar Snæfell fór á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2015 21:00 Haiden Denise Palmer er í stóru hlutverki hjá Snæfelli. Vísir/Stefán Snæfell tyllti sér á toppinn í Domino's deild kvenna í körfubolta með 16 stiga sigri, 78-62, á Grindavík í Hólminum í kvöld. Haiden Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells en hún skoraði 33 stig, tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum í þrígang. Bryndís Guðmundsdóttir kom næst með 18 stig og átta fráköst. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Grindvíkinga en liðið var aðeins með 29% skotnýtingu í leiknum. Whitney Frazier var stigahæst hjá þeim gulu með 16 stig en hún tók einnig 13 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 14 stig og 14 fráköst en hún hitti aðeins úr fjórum af 18 skotum sínum í leiknum. Aðeins einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhluta, 16-15, í 2. leikhluta höfðu Íslandsmeistararnir yfirhöndina og þeir leiddu með átta stigum, 38-30, í hálfleik. Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði að jafna metin í 42-42. En þá kom frábær kafli hjá Snæfelli sem skoraði 10 stig í röð og kom sér í góða stöðu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu í 4. leikhluta og Snæfellingar fögnuðu góðum sigri sem var sá níundi í 11 leikjum liðsins á tímabilinu. Grindavík er með 12 stig í 3. sæti deildarinnar.Tölfræði leiks: Snæfell-Grindavík 78-62 (16-15, 22-15, 16-13, 24-19)Snæfell: Haiden Denise Palmer 33/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 18/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/9 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 16/13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/14 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Snæfell tyllti sér á toppinn í Domino's deild kvenna í körfubolta með 16 stiga sigri, 78-62, á Grindavík í Hólminum í kvöld. Haiden Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells en hún skoraði 33 stig, tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum í þrígang. Bryndís Guðmundsdóttir kom næst með 18 stig og átta fráköst. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Grindvíkinga en liðið var aðeins með 29% skotnýtingu í leiknum. Whitney Frazier var stigahæst hjá þeim gulu með 16 stig en hún tók einnig 13 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 14 stig og 14 fráköst en hún hitti aðeins úr fjórum af 18 skotum sínum í leiknum. Aðeins einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhluta, 16-15, í 2. leikhluta höfðu Íslandsmeistararnir yfirhöndina og þeir leiddu með átta stigum, 38-30, í hálfleik. Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði að jafna metin í 42-42. En þá kom frábær kafli hjá Snæfelli sem skoraði 10 stig í röð og kom sér í góða stöðu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu í 4. leikhluta og Snæfellingar fögnuðu góðum sigri sem var sá níundi í 11 leikjum liðsins á tímabilinu. Grindavík er með 12 stig í 3. sæti deildarinnar.Tölfræði leiks: Snæfell-Grindavík 78-62 (16-15, 22-15, 16-13, 24-19)Snæfell: Haiden Denise Palmer 33/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 18/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/9 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 16/13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/14 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira